Aukin fagþekking og bætt þjónusta við börn og fjölskyldur á Akranesi með Solihull aðferðafræðinni.
28.03.2025

Starfsfólk Velferðar- og mannréttindasviðs og Mennta- og menningarsviðs Akraneskaupstaðar sátu grunnnámskeið í Solihull aðferðarfræði.
Á dögunum sat fagfólk á vegum Velferðar- og mannréttindasviðs og Mennta- og menningarsviðs grunnnámskeið í Solihull aðferðarfræði.
Solihull nálgunin er aðferð til að skilja áhrif samskipta á heilsu og vellíðan og afleiðingar áfalla. Nálgunin er áhrifarík og nytsamleg fyrir fagfólk sem vinnur með börnum og fjölskyldum.
Markmið okkar er að efla fagþekkingu og bæta þjónustu við börn og fjölskyldur á Akranesi með farsæld allra að leiðarljósi.
Geðverndarfélag Íslands stóð fyrir námskeiðinu sem þótti afa lærdómsríkt og gagnlegt fyrir hópinn sem það sat. Færum við þeim bestu þakkir fyrir!
Nánari upplýsingar um Solihull má nálgast hér: Solihull Approach – Geðverndarfélag Íslands