Fara í efni  

Bæjarráð bókar þakkir

Stemning á Akratorgi.
Stemning á Akratorgi.

Á fundi bæjarráðs í dag var bókað þakklæti til  starfsmanna, fyrirtækja og einstaklinga sem komu að framkvæmd Írskra daga árið 2015, fyrir afar metnaðarfulla og vandaða dagskrá.

Bæjarhátíðin sem var haldin dagana 2. til 5. júlí var einstaklega vel heppnuð í ár enda frábært veður. Fjöldi manns gisti á tjaldsvæðinu á Akranesi eða um 500 manns og komu ekki upp nein vandræði. Einnig var haft eftir lögreglu að enginn hafi gist fangageymslur og að hátíðin hafi farið mjög vel fram. Á undanförnum tveimur árum hefur verið farið markvisst yfir framkvæmd hátíðarhaldanna að þeim loknum og gerð skýrsla þar sem fram kemur hvað hefur gengið vel og hvað má bæta. Bæjaryfirvöld hvetja íbúa til að senda inn ábendingar á netfangið akranes@akranes.is vegna Írska daga 2015, með það að markmiði að safna saman sem gleggstum upplýsingum um þætti sem mega betur fara.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00