Fara í efni  

Bæjarsjóður skilar rekstrarafgangi

Inni við Kalmansvík er listaverk sem nefnt er Grásleppukarlar í Kalmansvík og er eftir innfæddan Aku…
Inni við Kalmansvík er listaverk sem nefnt er Grásleppukarlar í Kalmansvík og er eftir innfæddan Akurnesing, Jón Pétursson.

Ársreikningur Akraneskaupstaðar var lagður fram í bæjarráði fimmtudaginn 14. apríl sl. og var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fór fram í dag þann 19. apríl.

Afkoma Akraneskaupstaðar árið 2015 er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 200,3 m.kr. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015, ásamt viðaukum gerði ráð fyrir 141,9 m.kr. afgangi í A-hluta.  Skuldahlutfall A-hluta fer lækkandi og er 104% en var 116% árið 2014. Á árinu voru langtímalán greidd niður um 263,6 milljónir króna. Veltufé frá rekstri A-hluta er 683,4 m.kr. sem er um 13,4% af rekstrartekjum.  Eigið fé A- hluta er um 6.520 m.kr. og er eiginfjárhlutfall 55%.

Rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A og B hluta er einnig jákvæð og er rekstrarafgangur, þegar tekið hefur verið tillit til tapreksturs á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða og Gámu, 75,2 m.kr. Helsta ástæða tapreksturs á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða er vegna hárra lífeyrisskuldbindinga en heimilið er með hæstu skuldbindinguna af hjúkrunarheimilum á Íslandi. Skuldahlutfall samstæðunnar er nú 116%. 

Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra er þetta þriðja árið í röð sem bæjarsjóður skilar rekstrarafgangi. Miklar kjarasamningshækkanir voru á árinu en á  móti komu hærri útsvarstekjur, aukin framlög úr Jöfnunarsjóði og auknar tekjur vegna sölu lóða. Aðhalds hefur verið gætt á öllum sviðum rekstrarins og liðurinn sameiginleg útgjöld sem telur meðal annars rekstur bæjarskrifstofunnar  hefur farið hlutfallslega lækkandi á undanförnum árum og er  nú 6,4% af skatttekjum bæjarfélagsins. Útgjöld vegna skólamála hafa hinsvegar hækkað úr 46,8% í 49% af skatttekjum og munar þar mestu um nýgerðan kjarasamning kennara. 

Hér er hægt að skoða Ársreikning Akraneskaupstaðar fyrir árið 2015 í
fylgigögnum með 1232. fundargerð bæjarstjórnar 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00