Fara í efni  

Bókun bæjarráðs Akraness vegna ástands og tvöföldunar Vesturlandsvegar á Kjalarnesi

Bæjarráð Akraness fjallaði á fundi sínum þann 27. febrúar 2020 um skýrslu frummats Vegagerðarinnar um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunnar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Um er að ræða breikkun á 9 km kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Frummatsskýrsla Vegagerðarinnar er opin fyrir alla og geta allir lagt fram athugasemdir. Frummatsskýrslan er aðgengileg hér.

Bókun bæjarráðs Akraness var svohljóðandi:

"Bæjarráð Akraness fagnar niðurstöðu frummatsskýrslu Vegagerðarinnar um mat á umhverfisáhrifum vegna vegagerðar um Kjalarnes en þar segir að á heildina litið verði ekki umtalsverð umhverfisáhrif af framkvæmdinni.

Bæjarráð krefst þess að fjárveitingar vegna vegaframkvæmda við Vesturlandsveg séu í takt við samþykkta samgönguáætlun og að framkvæmdir hefjist á þessu ári. Bæjarráð áréttar mikilvægi forgangsröðunar samkvæmt samþykktri samgönguáætlun Vesturlands þar sem áhersla er lögð á lagningu Sundabrautar, tvöföldun vegar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga.

Ennfremur minnir bæjarráð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á fyrri orði hans um að raunhæft sé að bjóða út framkvæmdir á Sundabraut á þessu kjörtímabili og að framkvæmdir geti hafist á næstu þremur til fjórum árum. Bæjarráð Akraness ítrekar að orð skulu standa og mun halda áfram að fylgja þessu máli fast eftir.

Bókun bæjarráðs verður komið á framfæri við samgönguyfirvöld og þingmenn Norðvesturkjördæmis, Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæma.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar til Vegagerðarinnar."


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00