Fara í efni  

Deiliskipulag tillaga að breytingu - Dalbrautarreitur

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 8. febrúar s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits, vegna Dalbrautar 8, skv. 43. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst m.a. í að byggingarreitur bílageymslu er stækkaður og niðurgrafinn. Byggingarreitur 1. hæðar er stækkaður, ásamt aukinni lofthæð og heimilt er að vera þar með atvinnu- og félagsstarfsemi og íbúðir. Nýtingarhlutfall lóðar verður 2,0. Sjá tillögu

Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Dalbraut 4, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is frá og með 17. febrúar til og með 7. apríl 2022. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega, eigi síðar en 7. apríl 2022 í þjónustuver Akraneskaupstaðar eða á netfangið skipulag@akranes.is

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00