Endurbætur á brunaviðvörunarkerfi Íþróttahússins á Vesturgötu
18.01.2018
Staðið hafa yfir endurbætur á brunaviðvörunarkerfi í Íþróttahúsinu á Vesturgötu. Á fimmtudaginn 11. janúar s.l. var eldri brunastöð tekin niður til að rýma fyrir nýrri brunastöð. Eldri stöðin var færð upp í svokallaða þekju til að tryggja öryggi barna sem þar eru í frístund eftir skólastarf. Við færslu stöðvarinnar að öðru leyti duttu út ákveðin svæði á 1.hæð og í kjallara.
Verktaka er ljóst að æskilegt hefði verið að hann hefði tilkynnt bænum og slökkviliði um færsluna til að hægt væri að meta stöðuna. Ný stöð komst í gagnið þriðjudaginn 16. janúar s.l.