Fara í efni  

Framkvæmdir við Þjóðbraut

Veitur í samstarfi við Gagnaveitu Reykjavíkur eru að leggja veitulagnir (heitt- og kalt vatn, rafmagn og ljósleiðara) austan við Þjóðbraut og að nýjum byggingum við Þjóðbraut 3 - 5. Lagnirnar þjóna einnig nýjum byggingum sem munu rísa á Sementsverksmiðjureit. Áætlaður framkvæmdartími er apríl til nóvember 2021. Til að auka öryggi er framkvæmdasvæðið girt af og þurfa gangandi vegfarendur því að fara hjáleið um Skarðsbraut.

Vegna framkvæmdanna má gera ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski. Viðeigandi merkingar verða settar upp á framkvæmdasvæðinu vegna lokana á verktíma. Íbúar mega búast við rekstrartruflunum í veitukerfum á verktíma og verða upplýstir um þær hverju sinni.

Tengiliður framkvæmdar er Sigurbjörn Hallsson sigurbjorn.hallsson@efla.is

Verkefnastjóri hjá Veitum er Helgi Helgason.

Verktaki er Þróttur ehf.

 

Athugað verður með að færa girðingar af gangstétt við lóðir Þjóðbraut 3 og 5, til að liðka fyrir gangandi umferð um svæðið.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00