Gatnaframkvæmdir við Esju- og Kalmansbraut
Gatnaframkvæmdir eru hafnar við Esju- og Kalmansbraut þar sem verið er að endurgera hringtorgið Kalmanstorg, útbúa nýjan göngustíg norðan við Esjubraut og lagfæra yfirborð á Esjubrautar til austurs frá Kalmanstorgi að Esjutorgi. Samhliða þessum framkvæmdum munu Veitur endurnýja hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og rafveitu.
Vegna framkvæmdanna má gera ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski. Viðeigandi merkingar hafa verið settar upp á framkvæmdasvæðinu vegna lokana á verktíma. Einnig er fyrir umferð um Kalmanstorg og hluta Kalmansbrautar frá Esjubraut að innkeyrslu bak við Skagaver frá miðvikudeginum 3. október í allt að 10 vikur. Hjáleið verður inn á Esjubraut í báðar áttir frá Akranesvegi.
Íbúar mega búast við rekstrartruflunum í veitukerfum á verktíma og verða upplýstir um þær hverju sinni. Meðfylgjandi er yfirlitsmynd af framkvæmdasvæðinu.