Gatnagerðargjöld breytast hjá Akraneskaupstað og færast nær framkvæmdakostnaði við gatnagerð
Akraneskaupstaður hefur ákveðið að færa gatnagerðargjöld og tengigjöld fráveitu nær framkvæmdakostnaði við gatnagerð. Í dag vantar um 20% til 60% upp á, til að því markmiði sé náð. Með meðaltalshækkun á gjaldskrá fyrir lóðir í Skógahverfi I og II og atvinnulóðum í Flóahverfi upp á 23% mun þessi munur verða um 12% fyrir íbúðarhúsnæði og um 25% fyrir atvinnuhúsnæði. Gatnagerðargjöld eru aðeins hluti byggingarkostnaðar. Reiknað er með að hækkun gjaldskrár muni hækka byggingarkostnað að meðaltali um 0,5% til 2,5%.
Reiknað er með að byggingaréttur við Dalbrautarreit og Sementsreit verði boðinn út en á fyrrnefndu reitum er áætlað að byggja ríflega 200 íbúðir en á Sementsreit allt að 350 íbúðir. Ákveðið hefur verið að samhliða þessari breytingu verði tengigjöld fráveitu ekki innheimt sérstaklega heldur felld undir gatnagerðargjaldið.
Varðandi samanburð við önnur sveitarfélög má nefna að gjaldskráin verður áþekk gjaldskrám í Reykjanesbæ og Árborg en mun lægri en hjá Mosfellsbæ, sjá neðangreinda töflu:
Sveitarfélag |
Einbýlishús |
Allt að 6 íbúðir |
Fjölbýli |
Atvinnuhúsnæði |
Akranes |
13,65% |
8,80% |
7,59% |
7,31% |
Reykjanesbær |
13,00% |
10,00% |
5,00% |
7,50% |
Mosfellsbær |
15,00% |
15,00% |
15,00% |
15,00% |
Árborg |
14,00% |
10,50% |
7,00% |
6,50% |
Prósentugjald er af álagningarstofni fyrir gatnagerðargjald sem er nú kr. 212.313 (heimild Hagstofan) á hvern fermeter.