Heimboð félags- og vinnumarkaðsráðherra á Akranes
29.11.2023
Þann 23. nóvember síðast liðinn sótti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Akraneskaupstað heim ásamt þeim Jónu Guðnýju Eyjólfsdóttur, skrifstofustjóra og Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, aðstoðarkonu ráðherra.
Ráðherra fékk kynningu á fyrirkomulagi farsældarþjónustu fullorðinna á Akranesi og spennandi verkefnum í burðarliðnum. Lögð var áhersla á opið samtal um framþróun þeirra málaflokka sem undir ráðuneytið heyra og tækifæri til úrbóta og nýsköpunar.
Starfsfólk og kjörnir fulltrúar Akraneskaupstaðar þakka ráðherra innilega fyrir komuna og upplýsandi samtal.