Hlé á framkvæmdum á Vesturgötu
18.12.2017
Yfir jól og áramót verður gert hlé á framkvæmdum við síðasta kafla á endurgerð Vesturgötu. Stefnt að því að framkvæmdir hefjist á ný í byrjun janúar.
Eins og áður hefur komið fram er endurbygging Vesturgötu milli Stillholts og Merkigerðis með þeim stærri framkvæmdaverkefnum sem Akraneskaupstaður sinnir á árinu 2017. Framkvæmdir hafa að öllu leyti gengið vel fyrir sig þrátt fyrir að verkið hafið tekið lengri tíma en lagt var upp með frá byrjun. Helstu ástæður þess eru ýmsar breytingar í verkinu og magnaukningar.
Akraneskaupstaður sendir fasteignaeigendum á vinnusvæðinu kærar kveðjur fyrir skilning og þolinmæði á meðan þessi framkvæmd hefur staðið yfir.