Hunda- og kattaeigendur athugið
Laugardaginn 5. nóvember næstkomandi verður seinni hunda- og kattahreinsun í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin). Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir annast hreinsunina. Hundahreinsun verður frá kl. 9:00-12:00 og kattahreinsun verður frá kl. 13:00-15:30.
Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar (ath. að greiða þarf með peningum):
- Bólusetningu við Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólgu, hótelhósta, hundafári og kattafári, verð kr. 3.000.
- Ófrjósemissprautu, verð kr. 2.500 - 4.000.
- Örmerkingu hunda og katta, verð kr. 4.500.
- Perlutex ófrjósemistöflur fyrir hunda og ketti, verð kr. 2.000.
Óskráðir hundar og kettir eru velkomnir og geta eigendur þeirra nálgast skráningargögn á staðnum. Dýraeigendur hunda og katta eru hvattir til að kynna sér samþykktir um hunda- og kattahald á Akranesi á vef Akraneskaupstaðar. Nánari upplýsingar veita dýraeftirlitsmaður í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230.