Fara í efni  

Írskir dagar voru settir í dag

GAGA Skorradal fatahönnuður og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri ásamt leikskólabörnum við setningu …
GAGA Skorradal fatahönnuður og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri ásamt leikskólabörnum við setningu Írskra daga 2017

Setning Írskra daga 2017 fór fram í blíðviðri við Akratorg fyrr í dag. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri setti hátíðina ásamt leikskólabörnum og fólst setningin í afhjúpun á verki GAGA Skorradal sem er tileinkað Írskum dögum en um risastóra indíána hárkollu í fánalitum Írlands var að ræða.

Þegar Gerður (GAGA Skorradal) er spurð út í verkið segir hún "Fáninn er mikið tákn og segir til um hverrar þjóðar hver og einn er og nú eru Írskir dagar á Akranesi og langaði mig til að Akraneskaupstaður fengi verk eftir mig". Gerður býr húfurnar einnig til í stærð sem henta vel sem höfuðfat og eru þær til sölu hjá henni að Smiðjuvöllum á Akranesi.

Risa stóra indíána hárkollan í írsku fánalitunum

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00