Fara í efni  

Jólaljósin tendruð á 100 ára fullveldisafmæli Íslands

Uppá stól stendur mín kanna. Mynd: Myndsmiðjan
Uppá stól stendur mín kanna. Mynd: Myndsmiðjan

Margt var um manninn á Akratorgi í dag þegar jólaljósin á Akratorgi voru tendruð við hátíðlega athöfn. Skólakór skipaður yngri nemendum Grundaskóla hóf athöfnina með flutningi á nokkrum jólasöngvum undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur. 

Elsa Lára Arnardóttir, formaður bæjarráðs, minntist 100 ára fullveldisafmælis Íslands og sagði m.a. frá nokkrum verkefnum sem hafa verið unnin á árinu að því tilefni. Þá sagði hún einnig frá nýjum ljósabúnaði sem var vígður að þessu tilefni sem minnir bæjarbúa á ástæðu þess af hverju byggð reis hér á skaga en skaginn gekk um langt skeið undir nafninu Skipaskagi. Það er því vel við hæfi að minnast þeirrar sögu okkar um aðventu og jól með upplýstu akkeri mitt á milli hafnarinnar og sjómannsins á Akratorgi. Að því búnu aðstoðaði hún afmælisbörnin Elías Marvin Ingólfsson og Karinu Alicju Zurowska  sem bæði urðu níu ára gömul í dag við að kveikja ljósin á jólatrénu. Jólatréið sem prýðir torgið í ár var gróðursett í landi Stóru-Fellsaxlar norðan megin við Akrafjall.

Eftir að ljósin á trénu voru kveikt tók Samúel Þorsteinsson nokkur vel valin jólalög og fljótlega birtust nokkrir þrælviltir jólasveinar sem virtust ekki alveg átta sig á því að þeirra tími væri ekki kominn. Þeir létu það ekki á sig fá og tóku nokkur lög með mannfjöldanum og laumuðu mandarínum í lófa barnanna áður en þeir hurfu aftur á braut.

Hér má sjá svipmyndir frá hátíðahöldunum sem Myndsmiðjan fangaði.

Skólakór Grundaskóla

Elsa Lára, Elías og KarinaSkyrgámur gefur mandarínu


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00