Jólaljósin tendruð á Akratorgi í dag
Margt var um manninn á Akratorgi í dag þegar jólaljósin á Akratorgi voru tendruð við hátíðlega athöfn. Skólakór skipaður yngri nemendum Grundaskóla hóf athöfnina með flutningi á nokkrum jólasöngvum undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur. Lokalag kórsins var nýtt jólalag, Torgið ljómar, sem var samið sérstaklega að þessu tilefni af Valgerði Jónsdóttur.
Sigríður Indriðadóttir, forseti bæjarstjórnar, sagði frá uppruna trésins og aðstoðaði afmælisdrengina Birkir Hrafn Theodórsson og Björn Leó Aronsson sem báðir urðu sjö ára gamlir í dag við að kveikja ljósin á jólatrénu. Jólatréið sem prýðir torgið í ár var gróðursett um 1980 í landi Stóru-Fellsaxlar norðan megin við Akrafjall.
Eftir að ljósin á trénu voru kveikt, birtust nokkrir þrælviltir jólasveinar sem virtust ekki alveg átta sig á því að þeirra tími væri ekki kominn. Þeir létu það ekki á sig fá og tóku nokkur lög með mannfjöldanum og laumuðu mandarínum í lófa barnanna áður en þeir hurfu aftur á braut.