Lausar stöður í búsetuþjónustu fatlaðra á Akranesi
13.08.2015
Búsetuþjónusta Akraneskaupstaðar óskar eftir að ráða starfsfólk í vaktavinnu í 70% – 75% stöðu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun september. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Um er að ræða faglega krefjandi starf þar sem helstu verkefni og ábyrgð eru:
- Aðstoð við fatlaðan einstakling við athafnir daglegs lífs.
- Skipulagning og framkvæmd á sérhæfðum verkefnum og sérhæfðri þjálfun í samvinnu við forstöðu- og yfirþroskaþjálfa og aðra starfsmenn í teymi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Æskilegt er að viðkomandi hafi uppeldismenntun eða sambærilega háskólamenntun sem nýtist í starfi. Ef ekki fæst starfsfólk með fagmenntun kemur til greina að ráð ófaglært fólk.
- Reynsla og þekking á málefnum fólks með fötlun.
- Mikil samskipta- og samstarfshæfni.
- Frumkvæði og góðir skipulagshæfileikar.
Sótt er um á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bylgja Mist Gunnarsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í tölvupósti eða í síma 433-1366 milli kl. 8-16 alla virka daga.