Laust starf byggingarfulltrúa
16.10.2015
Akraneskaupstaður óskar eftir að ráða byggingarfulltrúa til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi bæjarfélagi. Leitað er að öflugum einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi.
Helstu verkefni:
- Byggingareftirlit og umsjón með byggingarmálum bæjarins
- Ráðgjöf er varðar byggingarmál ásamt móttöku og afgreiðslu á byggingarleyfisumsóknum
- Framkvæmd úttekta og útgáfa leyfa ásamt staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga
- Samskipti við hagsmunaaðila
- Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, þá helst verkefni er lúta að skipulagsmálum
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Viðkomandi skal hafa löggildingu sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr.160/2010
- Æskilegt er að viðkomandi sé með réttindi í skipulagsmálum sbr. 7. gr. skipulagslaga nr.123/2010
- Æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu og reynslu á sviði byggingarmála
- Góð tölvukunnátta, sérstaklega í Microstation eða AutoCAD
- Mikil samskipta- og samstarfshæfni ásamt frumkvæði og öguðum vinnubrögðum í starfi
Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Umsóknarfrestur til 9. desember 2015 og skal sótt um starfið á heimasíðu Hagvangs.
Upplýsingar um starfið veitir Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is