Fara í efni  

Ljúf og nærandi jólastemning í Guðlaugu alla laugardaga fram að jólum

Laugardagurinn 7. desember
Opið frá kl. 10-18
Kl. 11:00
Komdu í sjósund! Sjóbaðsfélagið tekur vel á móti þér. Tilvalið fyrir þá sem vilja prófa og til að kynnast öðrum sjósundsgörpum.
Kl. 13:00 Badda frá Heilsan mín verður með hugleiðslu í Guðlaugu. Komdu og núllstilltu þig og hreinsaðu hugann fyrir jólin. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. 
Kl. 13:00 Útskriftarnemar FVA verða með kakó og fleira til sölu milli kl. 13-17 til styrktar útskriftarferðar næsta vor. 
Kl. 15:00 Ljúfir jólatónar Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur við undirleik Birgis Þórissonar verða á svæði Guðlaugar.

Laugardagurinn 14. desember
Opið frá kl. 12-20 
Kl. 11:00 Viltu prófa flot í Guðlaugu? Hildur Karen flotþerapisti verður með 2 x 30 min flot í Guðlaugu. Vegna takmarkaðs pláss er skráning nauðsynleg á netfangið hildurka@gmail.com. Aðgangur ókeypis.
Kl. 12:00 10. bekkur í Grundaskóla verður með kakó og fleira til sölu milli kl. 12-17 til styrktar útskriftarferðar næsta vor.
Kl. 15:00 Ljúfir jólatónar Jónu Öllu Axelsdóttur við undirleik Edgars Gylfa Skaale Hjaltasonar verða á svæði Guðlaugar.

Laugardagurinn 21. desember
Opið frá kl. 10-18
Kl. 12:00 Helga Guðný jógakennari verður með léttar jógaæfingar og slökun ofan í potti Guðlaugar. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. 
Kl. 14:00 Badmintonfélagið verður með kakósölu milli kl. 14-16. 
Kl. 15:00 Ljúfir jólatónar Jónínu Magnúsdóttur verða á svæði Guðlaugar.

Allt um viðburðina á www.skagalif.is


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00