Lýsing á breytingu aðalskipulags - Jörundarholt og Golfvöllur
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vinnslutillaga: Breyting á Aðalskipulagi vegna stækkunar á íbúðasvæði Jörundarholts.
Bæjarstjórn Akraness áformar breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þannig að
íbúðasvæði ÍB10 verði stækkað vegna áforma um byggingu íbúðakjarna.
Skipulagslýsingu má nálgast HÉR
Vinnslutillaga: Breyting á Aðalskipulagi vegna hótels við golfvöllinn Leyni
Bæjarstjórn Akraness áformar breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þannig að gefinn
verði kostur á byggingu hótels við golfvöllinn Leyni.
Skipulagslýsingu má nálgast HÉR
Hægt er að nálgast lýsinguna hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is og í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18.
Ábendingar eiga að vera skriflegar og berast fyrir 7. ágúst 2021 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is