Fara í efni  

Móttaka flóttafólks frá Úkraínu

Akraneskaupstaður er eitt þeirra sveitarfélaga á Íslandi sem tekið hafa þá ákvörðun að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Fyrir skemmstu var auglýst eftir lausum íbúðum í verkefnið og voru undirtektir framar vonum. Næsta verk er að gera íbúðirnar tilbúnar fyrir fólkið sem er væntanlegt til bæjarins. Til þess að verkið gangi fljótt og vel fyrir sig er óskað eftir sjálfboðaliðum til að bera húsgögn, setja þau saman, raða í íbúðirnar og gera þær tilbúnar fyrir nýja íbúa. Margar hendur vinna létt verk, við þökkum þeim sem nú þegar hafa haft samband og vonumst til að sjá sem flesta. Von er á húsgögnum og öðrum búnaði á tímabilinu 11.-13. apríl og verður nánari tímasetning auglýst um leið og hún er komin á hreint.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu geta sett sig í samband við verkefnisstjóra, Andreu M. Vigfúsdóttur á netfangið andreamv@akranes.is

Haft verður samband við þá sem skrá sig til að láta vita með tímasetningu, en stefnt er að því að verkinu verði lokið fyrir páskafrí.

ATH. Tímasetning er ekki enn komin á hreint. Verður auglýst.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00