Niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum hækkar
24.03.2021
Þann 1. apríl nk. hækka niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum. Á fundi skóla- og frístundaráð þann 2. mars sl. voru lagðar fram tillögur að hækkun á niðurgreiðslum. Bæjarráð samþykkti tillöguna á fundi sínum 11. mars sl. Niðurgreiðslan fer úr kr. 55.000 fyrir fulla vistun á mánuði (8 tímar eða meira) í kr. 70.000. Fyrir foreldra fjölburabarna sem kaupa vistun hjá dagforeldrum í 4-8 klukkustundir hækkar niðurgreiðslan úr kr. 63.000 í kr. 78.000 á mánuði og fyrir annað fjölburabarn hækkar niðurgreiðslan úr kr. 100.000 í kr. 130.000. Hækkun niðurgreiðslu til foreldra vegna vistunar barns í skemmri tíma en fulla vistun verður hlutfallsleg miðað við dvalarstundafjölda barnsins.
Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu hækkunar á fundi sínum í gær 23. mars 2021.
Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu hækkunar á fundi sínum í gær 23. mars 2021.