Fara í efni  

Ný þjónustuhús á Breið verða tekin í notkun í maí

Framkvæmdir eru hafnar niður á Breið við Akranesvita fyrir ný þjónustu- og salernishús. Húsin voru nýlega flutt á Breið og stefnt er að taka þau í notkun í maí. Unnið er að því að grafa fyrir lögnum í húsin, bæði rafmagn- og vatnslögnum og í kjölfarið verður svæðið hreinsað, pallur byggður fyrir framan húsin og bekkir settir niður fyrir gesti og gangandi. Í þjónustuhúsinu verður upplýsingamiðstöð ferðamála staðsett og vitavörðurinn Hilmar Sigvaldason er þar með aðstöðu.

Í maí munu fara fram viðgerðir á Akranesvita og er það Vegagerðin sem sinnir þeirri framkvæmd. Vitinn verður málaður og farið verður í múrviðgerðir. Vitinn verður þó opinn á meðan framkvæmdir eru nema þegar hann verður málaður að innan. Nánari tímasetning verður kynnt þegar hún liggur fyrir.

Að lokum er vakin athygli á því að sumaropnun Akranesvita tekur gildi frá og með 1. maí næstkomandi og þá er opið alla daga frá kl. 10-18. Fram að sumaropnun er opið þriðju- til laugardaga frá kl. 11-17.  Samanlagður fjöldi gesta sem heimsótt hafa Akranesvita frá áramótum eru rúmlega 2500 manns og frá árinu 2012 eru þeir orðnir 38 þúsund.  

Hér fyrir neðan má skoða fleiri myndir frá flutningi húsanna.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00