Fara í efni  

Nýtt leikskólakerfi tekið í notkun

Núna um mánaðarmótin var tekið í notkun leikskólakerfi Völu í stað Karellen. Leikskólakerfið auðveldar og einfaldar alla umsýslu varðandi leikskólarekstur. Kerfið býður upp á alla ferla vegna leikskóla s.s. umsóknarferlið (vistun, breytingar, flutningur, afslættir og fl.). Umsóknir um leikskóla fer fram í gegnum íbúagáttina sem tengist beint við Völu umsóknarkerfið.  Foreldrar í gegnum Vala leikskólaappið geta séð tilkynningar og fréttir frá leikskólanum, sent og tekið við skilaboðum, séð matseðla og atburðardagatal. Einnig geta foreldar notað appið til að óska eftir breytingum á vistun s.s. vistunartíma. Foreldrar geta sótt appið í gegnum Google play eða App store. Hægt er að fá frekari upplýsingar um leikskólakerfið Vala hér

Samhliða nýju leikskólakerfi er verið að vinna að gerð nýrra heimasíðna fyrir leikskólanna. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00