Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vesturlands
14.12.2017
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa nú opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Á heimasíðu SSV kemur fram að sjóðurinn veitir verkefnastyrki á sviði menningar, stofn- og rekstrarstyrki menningarmála og styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Verkefnastyrkjum á sviði menningar ásamt stofn- og rekstrarstyrkjum menningarmála er úthlutað einu sinni á ári í mars og styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunarverkefna er úthlutað tvisvar á ári.
Umsóknareyðublað í sjóðinn er aðgengilegt hér á Ísland.is. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 433-2310 eða á netfangið uppbyggingasjodur@ssv.is.