Opið hús - kynningarfundur vegna fyrirhugaðra breytinga á aðal- og deiliskipulagi
Opið hús - kynningarfundur vegna fyrirhugaðra breytinga á aðal- og deiliskipulagi á neðangreindu skipulagi verður fimmtudaginn 6. des. 2018 frá kl. 12.00 til 17.00 á 1. hæð að Stillholti 16-18
Aðal- og deiliskipulag Grenja hafnarsvæði H3, Bakkatúni 30-32
Breytingin felst í nánari skilgreiningu þeirrar starfsemi sem heimil verður á Grenjum. Í deiliskipulagi felst breytingin í nýjum byggingarreit vestan og sunnan við Bakkatún 30 (skipasmíðahús). Lýsing á breytingunni var auglýst með athugasemdarfresti til 25. október sl.
Hér að neðan má nálgast eftirfarandi gögn:
Aðal- og deiliskipulagslýsing Grenja hafnarsvæði H3
Deiliskipulagstillögu Grenja hafnarsvæðis H3
Aðal- og deiliskipulag vegna Flóahverfis
Breyting felst m.a. í stækkun á landnotkunarreit og staðsetningu gróðurbelta. Deiliskipulagsbreytingin felst í fjölgun og minnkun líða og færslu á götu í Flóahverfi. Lýsing á breytingunni var auglýst með athugasemdarfresti til 8. nóvember sl.
Hér að neðan má nálgast eftirfarandi gögn:
Aðal- og deiliskipulagslýsingu Flóahverfis
Deiliskipulagstillögu Flóahverfis
Aðal- og deiliskipulagsbreyting vegna Smiðjuvallasvæðis
Breyting felst m.a. í að landnotkunarreitir eru sameinaðir og skipulagsákvæðum breytt þannig að gert er ráð fyrir blandaðri landnotkun. Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir sameiningu lóða og nær breytingin til lóða nr. 12-14 -16 -18 - 20 og 22 við Smiðjuvelli. Lýsing á breytingunni var auglýst með athugasemdarfresti til 8. nóvember sl.
Hér að neðan má nálgast eftirfarandi gögn:
Aðal- og deiliskipulagslýsingu Smiðjuvallasvæðis
Deiliskipulagstillögu Smiðjuvallasvæðis
Eftir kynningu (opið hús) á ofangreindum skipulagsbreytingum (skipulagsgögnum) verða þau lögð fyrir skipulags- og umhverfisráð og bæjarstjórn til frekari afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa skipulagsbreytingarnar mun frestur til athugasemda við þær vera að minnsta kosti 6 vikur.
Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs