Fara í efni  

Safnað fyrir Malaví í Grundaskóla

Nú á dögunum var haldinn hinn árlegi Malaví markaður Grundaskóla. Þar koma nemendur og starfsfólk skólans saman og selja alls konar muni sem þau hafa búið til og rennur öll innkoma af markaðnum óskipt í söfnun fyrir fátæk börn í Malaví. Nemendur og starfsfólk Grundaskóla hafa safnað fyrir fátækum börnum í Malaví í rúman áratug og hefur m.a. Rauði krossinn í Malaví og á Íslandi veitt Grundaskóla sérstaka viðurkenningu fyrir þetta frábæra verkefni sem hefur verið nefnt „Að breyta krónum í gull“.  

Í ár söfnuðust samtals kr. 657.277 sem Grundarskóli hefur fært Rauða krossi Íslands. Peningarnir verða nýttir til að styðja við fátæk börn í Chiradzulu og Mwanza í Malaví til þess að þau komist í skóla. 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00