Fara í efni  

Suðurgata - Gatnaframkvæmdir

Líkt og flest ykkar hafa tekið eftir hafa orðið miklar tafir á gatnaframkvæmdum á Suðurgötu. Talsverðar breytingar hafa orðið á verkinu til dæmis hefur þurft að endurhanna hluta þess eftir að ástand lagna koma í ljós í götunni. Um gamlar lagnir er að ræða og var ástand þeirra óþekkt að miklu leyti.

 

Nú fer þó að birta til og verktakinn getur farið að setja meiri þunga í framkvæmdirnar.

 

Ykkur til upplýsinga þá verður kaldavatnslögnin endurnýjuð í götunni, niðurföll verða endurnýjuð og ný regnvatnslögn verður lögð í götuna. Þá verður skipt um jarðveg í götunni og hún endurbyggð. Nýtt malbik verður svo lagt yfir, kaflinn sem um ræðir nær frá Mánabraut að Suðurgötu 117.

Gera má ráð fyrir að fyrri áfanginn, sá sem er í gangi núna muni verða í vinnslu fram í maí. Síðari hluti verksins mun hefjast að fyrri áfanga loknum og ná eitthvað inn í sumarið.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00