Sumarstarf á Bókasafni Akraness
29.03.2016
Laust er til umsóknar 50% starf bókavarðar frá 1. júní til 20. ágúst. Leitin beinist að áhugasömum starfsmanni, 18 ára eða eldri með góða tölvukunnáttu, góða samskiptahæfni og ríka þjónustulund. Starfstími er fjóra daga vikunnar frá kl. 13 til 18. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi STRV og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Hér er hægt að sækja um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar gefur Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður í síma 433-1200 eða á netfanginu halldora.jonsdottir@akranes.is