Þrettándabrenna Akraneskaupstaðar 2025
01.01.2025
Þrettándabrennan verður haldin mánudaginn 6. janúar við þyrlupallinn á Jaðarsbökkum.
Blysför á vegum Þorpsins hefst klukkann 17:30, gengið verður frá Þorpinu, Þjóðbraut 13. Búast má við Grýlu, Leppalúða, jólasveinum, tröllum, álfum og öðrum kynjaverum sem sameinast og kveðja hátíðirnar með okkur.
Björgunarfélag Akraness sér um brennuna að venju og glæsilega flugeldasýningu sem hefst klukkan 18:00. Hægt verður að fylgjast með sýningunni meðfram strandlengjunni alveg frá Breið, inn að Höfða og víðar um bæinn. En við hvetjum öll til þess að sameinast í brekkunni við þyrlupallinn. 🎆
Ef til breytinga kemur verður slíkt tilkynnt og uppfært á www.akranes.is 🌟