Tjaldsvæðið á Írskum dögum
04.07.2024
Að gefnu tilefni langar okkur að benda á að útilegukortið sé ekki í gildi á tjaldsvæðinu í Kalmansvík um Írska daga og er þetta eina undantekningin á gildi þess.
Kostnaður við gistingu á tjaldsvæðinu á Írskum dögum er kr. 4.500 á mann og kr. 4.000 fyrir eldri borgara og öryrkja.
Við bendum einnig á að 23 ára aldurstakmark er á tjaldsvæðinu um helgina.
Nánari upplýsingar má finna hjá tjaldverði í síma 7902266
Gleðilega Írska daga!