Umsögn Akraneskaupstaðar vegna fjárlagafrumvarps 2016
13.10.2015
Í umsögn Akraneskaupstaðar vegna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2016 eru lífeyrisskuldbindingar Höfða settar á oddinn ásamt samgöngumálum og mannvirkjum á Sementsreit. Í umsögninni er þess krafist að lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila með sveitarfélagaábyrgð verði leiðréttar tafarlaust en eitt og hálft ár er nú síðan ríkisvaldið samdi við hjúkrunarheimili sem eru rekin sem sjálfseignarstofnanir. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra hefur ekki tekist að fá fjármálaráðuneytið að borðinu þrátt fyrir að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir fjölmörg sveitarfélög á landinu.