Fara í efni  

Upplestrarkeppni grunnskólanna

Skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar bauð til glæsilegrar lokahátíðar þegar upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi fór fram í Tónbergi fimmtudaginn 15.mars sl..Við athöfnina lásu 12 nemendur í 7. bekk Brekkubæjarskóla og Grundaskóla upp sögur og ljóð, sex þátttakendur úr hvorum skóla. Formlegur undirbúningur nemenda í 7. bekk fyrir keppnina hófst 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu. Undankeppnir voru haldnar í hvorum skóla þar sem sex fulltrúar hvors skóla voru valdnir. 

Heiðursgestur lokahátíðarinnar að þessu sinni var Guðbjörg Árnadóttir en hún hefur komið að undirbúningi keppninnar frá upphafi og að auki er hún bæjarlistamaður Akraneskaupstaðar. Flutt voru tónlistaratriði frá nemendum við Tónlistarskóla Akraness sem einnig eru nemendur í 7. bekk.

Keppnin hefur sjaldan verið jafnari en í ár og áttu dómarar, þau Halldóra Jónsdóttir, Sindri Birgisson og Jakob Þór Einarsson, erfitt val fyrir höndum.

Að lokum komst dómnefndin að niðurstöðu og Upplesari Grundaskóla 2018 var valinn Jóel Þór Jóhannesson og Upplesari Brekkubæjarskóla 2018 var valinn Hekla Kristleifsdóttir. Sigurvegarar fengu í verðlaun peningagjöf og bók. Upplesarar kvöldsins fengu bókagjöf og einnig þeir aðilar sem komu að undirbúningi keppninnar. Allir nemendur í 7. bekk fengu viðurkenningaskjal fyrir sína þátttöku. 

Við óskum öllum þátttakendum til hamingju með glæsilegan árangur.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00