Fara í efni  

Úthlutun lóða í Skógarhverfi 3A

Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir lausar til umsóknar undir raðhús og einbýlishús við Akralund, Álfalund og Skógarlund. Um er að ræða sex raðhúsalóðir við Álfalund 28-55 og Akralund 33-51 og 11 einbýlishúsalóðir við Akralund 28, 30 og Skógarlund 1-8,10. Samtals 42 íbúðareiningar. Stefnt er á að lóðirnar verði byggingarhæfar um áramótin 2021/2022.

Einbýlishúsalóðir og lóðir fyrir raðhús:

Einstaklingar eða hjón/sambýlisfólk geta einungis sótt um eina lóð. Sé um að ræða raðhús skulu einstaklingar eða hjón/sambýlisfólk sækja sameiginlega um viðkomandi raðhúsalóð þ.a. tryggt sé að uppbygging húsa fari fram samtímis. Lögaðilar geta sótt að hámarki um tvær lóðir sem hugsaðar eru undir raðhúsalengju. Lögaðilum er heimilt að sækja um eina einbýlishúsalóð.

Til að umsókn sé gild þarf að greiða kr. 200.000 fyrir hverja raðhúsalengju eða einbýlishúsalóð.

Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda reglur Akraneskaupstaðar frá árinu 2018. Séu umsækjendur fleiri en einn um ákveðna lóð verður dregið um úthlutun hennar.

Sótt er um í gengum þjónustugáttina á vefsíðu Akranes. Frekar upplýsingar um lóðir er að finna á www.300akranes.is

Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí 2021. Dregið verður í bæjarráði á sérstökum úthlutunarfundi þann 5. ágúst næstkomandi.

Sá aðili sem fær úthlutað lóð hefur samkvæmt viðmiðunarreglum í gjaldskrá ákveðinn tímafrest til að hefja uppbyggingu. Gangi það ekki eftir fer lóðin á lista yfir lausar lóðir.

Umsókn um byggingarlóð


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00