Viðtalsþjónusta Kvennaathvarfsins á Akranesi
Viðtalsþjónusta Kvennaathvarfsins á Akranesi
Við viljum vekja athygli á því að ráðgjafi Kvennaathvarfsins verður með viðtalsþjónustu á Akranesi einn dag í mánuði fram að áramótum. Ráðgjafinn verður á Akranesi á Miðvikudögum dagana 28.ágúst, 25. september, 23.október,20. nóvember og 18.desember.
Kvennaathvarfið er athvarf, fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs og/eða líkamlegs ofbeldis af hálfu maka eða annara heimilismanna. Enn fremur veitir Kvennaathvarfið konum sem verða eða hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum ráðgjafar- og stuðningsviðtöl án þess að til dvalar komi. Við minnum á að öll þjónusta Kvennaathvarfsins er ókeypis og að aðstandendur, fagaðilar eða aðrir geta hringt í Kvennaathvarfið til að fá upplýsingar, stuðning eða ráðgjöf.
Upplýsingar um lausa tíma er að finna á eftirfarandi stöðum:
Á heimasíðu Kvennaathvarfsins www.kvennaathvarf.is má finna frekari upplýsingar um Kvennaathvarfið, gagnlegt fræðsluefni og spurningalista um ofbeldi í nánum samböndum.