Vel mætt á íbúafund um umhverfisstefnu Akraness
29.05.2019
Skipulags- og umhverfisráðs Akranesskaupstaðar vinnur að því að móta umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Af því tilefni var efnt til íbúafundar fimmtudaginn 23. maí í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll. Stefán Gíslason og Salome Hallfreðsdóttir frá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. sáu um fundarstjórn.
Lesa meira
Framkvæmdir hefjast á Esjubraut
26.05.2019
Framkvæmdir
Verktaki við framkvæmdir á Kalmanstorgi og Esjubraut mun hefja framkvæmdir á ný þann 27. maí næstkomandi. Um er að ræða gatnaframkvæmd við Esjubraut þar sem m.a. verður jarðvegsskipt undirlagi götunnar og yfirborð hennar endurnýjað frá nýju Kalmanstorgi að Esjutorgi. Einnig verður nýr göngu- og hjólastígur gerður norðan við Esjubraut
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur
26.05.2019
1295. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. maí kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira
Vallarsel 40 ára
24.05.2019
Vallarsel elsti starfandi leikskólinn á Akranesi fagnar 40 ára afmæli og að því tilefni hafa verið hátíðarhöld alla vikuna.
Lesa meira
Móttaka nemenda frá Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum í Suður-Maine
24.05.2019
Þriðjudaginn 21. maí síðastliðinn tók Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á móti hópi háskólanemenda frá Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum í Suður-Maine í Portland Bandaríkjunum. Nemendurnir voru komnir hingað á Akranes til að fá kynningar á bæjarfélaginu í tengslum við námskeið sem þau sitja á um þessar mundir.
Lesa meira
Sendiherra Indlands í heimsókn á Akranesi
23.05.2019
Föstudaginn 17. maí síðastliðinn heimsótti sendiherra Indlands, T. Armstrong Changsan Akraness í þeim tilgangi að færa Bókasafni Akraness veglega gjöf. Gjöfin innihélt 37 bækur á erlendu tungumáli, flestar á ensku og hafa allar bækurnar tengingu við Indland.
Lesa meira
Leitin að hamingjunni - heimildamynd um vellíðan eldri borgara - ókeypis aðgangur
22.05.2019
Föstudaginn 24. maí næstkomandi verður í Tónbergi sýnd heimildamyndin „Leitin að hamingjunni”. Í heimildamyndinni er rætt við 13
einstaklinga á aldrinum 70-91 árs um það hvernig þeir hafa skapað sér hamingjuríka tilveru.
Ingrid Kuhlman, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun...
Lesa meira
Matjurtagarðar til leigu - breytt fyrirkomulag
17.05.2019
Reitir í matjurtagörðum Akraneskaupstaðar eru lausir til útleigu fyrir sumarið 2019.
Eins og fyrri ár verður í boði að leigja 100 fermetra reiti sem kosta kr. 4.000 og 50 fermetra reiti sem kosta kr. 2.000. Garðarnir verða tilbúnir til notkunar 25. maí næstkomandi.
Lesa meira
Röskun á opnunartíma íþróttamannvirkja þann 17. maí n.k.
16.05.2019
Föstudaginn 17. maí er hið árlega björgunar- og skyndihjálparnámskeið starfsmanna íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar og að þeim sökum mun opnunartími íþróttamannavirkja raskast og verður opið á eftirfarandi tímum:
Lesa meira
Akraneskaupstaður auglýsir til sölu atvinnuhúsnæði við Faxabraut 3
16.05.2019
Um er að ræða atvinnuhúsnæði við Akraneshöfn samtals 94 m² að stærð. Húsnæðið er við endabil með sérinngangi og innkeyrsludyrum og er aðkoma að húsnæðinu mjög góð. Húsnæðið er hugsað fyrir hafnsækna starfsemi og er mjög snyrtilegt að innan.
Lesa meira