Fyrri umræðu lokið um fjárhagsáætlun 2020 – lækkun fasteignagjalda og hækkanir í samræmi við lífskjarasamninga
14.11.2019
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun 2021 til 2023 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness þriðjudag 12. nóvember. Einnig var fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2020-2023 lögð fyrir. Bæjarstjórn Akraness samþykkti að vísa áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 10. desember næstkomandi.
Lesa meira
Lokaráðstefna í Norræna verkefninu sem Akranes hefur tekið þátt í um litla og meðalstóra bæi á Norðurlöndunum
13.11.2019
Dagana 17. og 18. október síðastliðinn fór fram lokaráðstefna í Norræna verkefninu sem Akraneskaupstaður hefur tekið þátt í síðastliðinn tvö ár. „Attractive towns. Green redevelopment, competitive Nordic urban regions“
Lesa meira
Akstursleið að Garðalundi lokað tímabundið
13.11.2019
Framkvæmdir
Búið er að loka fyrir akstursleið að Garðalundi frá Ketilsflöt. Verið er að vinna við að tengja saman stíga á svæðinu. Akstursleiðin verður lokuð fram að helgi ef áætlanir ganga eftir. Biðjumst velvirðingar vegna þeirra óþæginda sem lokunin kanna að hafa í för með sér.
Lesa meira
Sóknaráætlun Vesturlands er aðgengileg í samráðsgátt
11.11.2019
Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árin 2020-2024 hefur verið sett í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina, markmið hennar og innihald.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 12. nóvember
09.11.2019
1302. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira
Velheppnað ungmennaþing
05.11.2019
Ungmennaráð Akranes hélt ungmennaþing í samstarfi við Þorpið föstudaginn 1. nóvember sl. Á þinginu var kallað eftir skoðunum og áliti ungmenna á ýmsum málefnum er varða þeirra hag.
Lesa meira
Deiliskipulagsbreytingar í Skógarhverfi
31.10.2019
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum 24. september 2019 að auglýsa breytingu eftirfarandi deiliskipulag Skógarhverfis
Lesa meira
Opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð fyrir byggingu hleðslustöðva við fjöleignarhús
29.10.2019
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 22. október sl. reglur um styrki vegna hleðslustöðva fyrir rafbíla við fjöleignarhús. Um er að ræða samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um að veita styrki til húsfélaga fjöleignarhúsa á Akranesi til kaupa, uppsetningar og tengingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla á sameiginlegum bílastæðum á lóð viðkomandi fjöleignarhúss.
Lesa meira
Hunda- og kattaeigendur athugið
29.10.2019
Seinni hunda- og kattahreinsun verður laugardaginn 2. nóvember í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin). Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi.
Lesa meira
Útvarp Akranes hlaut Menningarverðlaun Akraness 2019
24.10.2019
Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar eru veitt ár hvert í tengslum við Vökudaga og voru í dag veitt í þrettánda sinn við setningu hátíðarinnar. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum eða félagasamtökum sem hafa skarað fram úr á einhverju sviði menningar hér í bæjarfélaginu. Menningarverðlaun Akraness 2019 hlýtur Útvarp Akranes sem Sundfélag Akranes starfrækir.
Lesa meira