Fara í efni  

Starfsemi Fjöliðjunnar opnar að Smiðjuvöllum 9

Stefnt er að því að starfsemi Fjöliðjunnar fari á fullt flug eftir helgina í húsnæði að Smiðjuvöllum 9 en eldur kviknaði í húsnæði þess að Dalbraut þann 7. maí síðastliðinn. Eldsupptök voru í batteríum úr veglyklum sem Fjöliðjan var að flokka fyrir Spöl/Vegagerðina.
Lesa meira

Tilkynning til fasteignaeigenda á Akranesi

Frá og með 15. júní næstkomandi mun Akraneskaupstaður hætta póstsendingu á greiðsluseðlum vegna fasteignagjalda. Fasteignaeigendur geta í gegnum íbúagátt Akraness séð upphæðir og gjalddaga á álagningarseðli ásamt færsluyfirliti.
Lesa meira

Hvalfjarðargöng lokuð aðfaranætur 5.-7. júní vegna viðhalds

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni munu Hvalfjarðargöng vera lokuð aðfaranætur 5.-7. júní, vegna þrifa og viðhaldsvinnu í göngunum. Lokunin mun standa yfir frá miðnætti og til kl. 7 um morguninn.
Lesa meira

Elkem á Íslandi - 40 ára starfsafmæli

Lesa meira

Langisandur eina Bláfánaströnd landsins árið 2019

Bláfánanum var flaggað í sjöunda skiptið á Langasandi þann 27. maí síðastliðinn en Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku (t.d. hvalaskoðunarbátum) fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum.
Lesa meira

„Klobbavellir” teknir í notkun á skólalóðum á Akranesi

Akraneskaupstaður í samstarfi við Íþróttabandalag Akraness og Knattspyrnufélag Akraness hafa keypt fjóra svokallaða „klobbavelli” eða „pönnur”. Um er að ræða litla átthyrnda fótboltavelli þar sem að hægt er að spila hraða og skemmtilega leiki, einn á móti einum. Miðvikudaginn 29. maí síðastliðinn voru fyrstu tveir vellirnir vígðir á sitthvorri skólalóðinni
Lesa meira

Umsögn bæjarráðs Akraness um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020 – 2024

Á fundi bæjarráðs Akraness þann 27. mars 2019 var fjallað um bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars 2019 sem varðar áform um skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þar er vísað til þess að í fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020 – 2024 er gert ráð fyrir að framlög til
Lesa meira

Lokun í Jaðarsbakkalaug vegna Akranesleika

Föstudaginn 31. maí verður Jaðarsbakkalaug lokuð frá kl. 13 vegna Akranesleikanna, einnig verður lokað laugardaginn 1. júní og sunnudaginn 2. júní vegna mótsins. Opið verður í þreksalinn alla helgina en ekki verður hægt að nota búningsklefa.
Lesa meira

Vel mætt á íbúafund um umhverfisstefnu Akraness

Skipulags- og umhverfisráðs Akranesskaupstaðar vinnur að því að móta umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Af því tilefni var efnt til íbúafundar fimmtudaginn 23. maí í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll. Stefán Gíslason og Salome Hallfreðsdóttir frá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. sáu um fundarstjórn.
Lesa meira

Framkvæmdir hefjast á Esjubraut

Verktaki við framkvæmdir á Kalmanstorgi og Esjubraut mun hefja framkvæmdir á ný þann 27. maí næstkomandi. Um er að ræða gatnaframkvæmd við Esjubraut þar sem m.a. verður jarðvegsskipt undirlagi götunnar og yfirborð hennar endurnýjað frá nýju Kalmanstorgi að Esjutorgi. Einnig verður nýr göngu- og hjólastígur gerður norðan við Esjubraut
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00