Bæjarstjórnarfundur 23. október
19.10.2018
1281. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 23. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira
Tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi Akraneshafnar
18.10.2018
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 2. ágúst 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 skv. 31. gr. sbr. 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010,vegna Akraneshafnar. Breytingin felst m.a. í endurbyggingu og lengingu Aðalhafnargarðs.
Lesa meira
Lýsing vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna Flóahverfis og Smiðjuvalla
18.10.2018
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu á breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir Flóahverfi á Akranesi skv. 30. gr. og 40 gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst m.a. í stækkun á landnotkunarreit og staðsetningu gróðurbelta. Í deiliskipulagi felst breytingin í fjölgun og minnkun lóða og færslu á götu.
Lesa meira
Vintage pictures taka upp íslenska kvikmynd á Akranesi
15.10.2018
Framleiðslufyrirtækið Vintage pictures er staðsett um þessar mundir á Akranesi til þess að taka upp íslenska kvikmynd. Kvikmyndin heitir Hey hó Agnes Cho og gerist hún að mestu leyti á Akranesi. Um er að ræða dramatíska kvikmynd með húmor, eins og þær gerast best. Leikstjóri myndarinnar er Silja Hauksdóttir.
Lesa meira
Kjördæmavika þingmanna Norðvesturkjördæmis
15.10.2018
Í síðustu viku fóru fram hinir svokölluðu kjördæmadagar þar sem þingmenn fóru út í kjördæmin sín og hittu kjósendur, sveitarstjórnarfólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.
Lesa meira
Bæjarráð Akraness samþykkir styrkveitingu til KFÍA
11.10.2018
Á fundi bæjarráðs Akraness þann 10. október síðastliðinn samþykkti bæjarráð Akraness tillögu Rakelar Óskarsdóttur bæjarfulltrúa um að veita KFÍA styrk að fjárhæð 1,0 m.kr. vegna árangurs meistaraflokks og annars flokks karla í knattspyrnu í ár. Meistaraflokkur karla sigraði Inkasso deildina með 48 stigum og fara...
Lesa meira
Dýraeftirlit - hunda- og kattahreinsun
08.10.2018
Hunda- og kattaeigendur athugið
Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 9. október
05.10.2018
1280. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 9. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira
Hreystigarður fyrir fullorðna uppsettur á Langasandi árið 2019
05.10.2018
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 4. október síðastliðinn að settur yrði upp hreystigarður fyrir fullorðna sem staðsettur yrði á Langasandssvæðinu, fyrir neðan Akraneshöllina þar sem m.a. ærslabelgurinn er staðsettur. Hreystigarðurinn verður útbúinn átta hreystitækjum með gervigras sem undirlag og gróður í kring til skjól- og rýmismyndunar.
Lesa meira
Fyrsta skóflustungan tekin á byggingu nýs íbúðarkjarna á Asparskógum
04.10.2018
Fyrsta skóflustungan á byggingu nýs íbúðarkjarna á Asparskógum á Akranesi var tekin kl. 10 í morgun þann 4. október. Það er Bjarg íbúðafélag sem byggir 33 leiguíbúðir á svæðinu og er reiknað með að afhending til leigutaka verði í tvennu lagi eða þann 1. júní og 1. júlí 2019. Akraneskaupstaður fær átta íbúðir til ráðstöfunar í íbúðarkjarnanum.
Lesa meira