Sýningin Álfabækur á bókasafni Akraness
03.06.2017
Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Gulli Ara (Guðlaugur Arason) sýnir myndverkin sín Álfabækur á Bókasafni Akraness um þessar mundir. Sýningin opnaði föstudaginn 2. júní og verður opin alla virka daga frá kl. 12-18 út júnímánuð. Sýningin hefur farið víða um land og hefur hlotið einróma lof.
Lesa meira
Niðurstöður rannsóknar á högum og líðan nemenda á miðstigi
02.06.2017
Á opnum fundi skóla- og frístundaráðs þriðjudaginn 30.maí síðastliðinn voru kynntar niðurstöður rannsóknar á högum og líðan nemenda í 5., 6. og 7. bekk grunnskólanna á Akranesi. Skýrslan fjallar um ýmsa þætti í lífi barnanna eins og líðan í skóla, stríðni, tölvuleikjanotkun, ástundun íþrótta og samveru með
Lesa meira
Breyting á deiliskipulagi Æðarodda
29.05.2017
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 23. maí síðastliðinn að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Æðarodda skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarsvæðið afmarkast af reiðvegi meðfram lóðum nr. 17, 41, 43, 45 og 47 við Æðarodda til suð- austurs, mörkum náttúruverndarsvæðis til norðurs...
Lesa meira
Jaðarsbakkalaug lokuð 3. - 4. júní
29.05.2017
Jaðarsbakkalaug er lokuð dagana 3.- 4. júní næstkomandi vegna Akranesleika Sundfélags Akraness. Þá er einnig aðeins opið til kl. 13:00 þann 2. júní. Þreksalir verða opnir meðan leikarnir standa yfir, en búningsaðstaða verður lokuð.
Lesa meira
Breytingar í A deild Brúar lífeyrissjóðs
29.05.2017
Þann 1. júní næstkomandi verða breytingar gerðar á réttindaöflun í A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Lesa meira
Akranes keppir í úrslitaþætti Útsvars í kvöld
26.05.2017
Í kvöld, þann 26. maí munu fulltrúar Akraness keppa við Fjarðabyggð í úrslitaþætti Útsvars. Munið að stilla yfir á RÚV kl. 20.05 og hvetja okkar fólk áfram. Vekjum athygli á því að gestir í sal eru velkomnir. Mæting er hálftíma áður en þátturinn hefst að Efstaleiti 1.
Lesa meira
Staða framkvæmda við endurnýjun potta á Jaðarsbökkum
24.05.2017
Tafir hafa verið við framkvæmdir á endurnýjun potta á Jaðarsbökkum. Vinnu við flísalögn vaðlaugar er lokið og flísalögn við svokallaðan friðarpott er langt komin. Eftir er að flísaleggja nuddpottinn en reiknað er með að þeirri vinnu ljúki upp úr miðjum júní.
Lesa meira
Framkvæmdir á Vesturgötu
24.05.2017
Framkvæmdir við Vesturgötu er nú í fullum gangi. Um er að ræða sameiginlega framkvæmd Akraneskaupstaðar og Veitna ohf. Verkið er í grófum dráttum sett upp í tvo áfanga sem eru eftirfarandi..
Lesa meira
Lokið - Sorphirða og rekstur á móttökustöð Gámu á Akranesi 2017-2022
24.05.2017
Útboð
Lokið.
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í sorphirðu fyrir heimili, rekstur á móttökustöð Gámu, og flutning sorps. Útboð þetta er auglýst á EES svæðinu. Verktími er frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2022. Útboðsgögn eru afhent á stafrænu formi með því að senda tölvupóst á netfangið...
Lesa meira
Hljóðfærakynning í Tónlistarskólanum á Akranesi í dag 23. maí
23.05.2017
Hljóðfærakynning í Tónlistarskólanum á Akranesi verður í dag þann 23. maí frá kl. 16-18. Allir eru velkomnir í skólann að kynna sér þau hljóðfæri sem kennt er á í Tónlistarskólanum, hitta kennara skólans og fræðast um hljóðfærin og jafnvel fá að prófa þau.
Lesa meira