Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir 513 milljónir á árinu 2016
18.05.2016
Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisráðs um endurskoðaða fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun á fundi sínum þann 10. maí síðastliðinn. Áætlunin var upphaflega samþykkt í desember en aðkallandi verkefni eins og fjölgun skólastofa við Grundaskóla og endurnýjun grasvalla við bæði Grundaskóla
Lesa meira
Lausir reitir í kartöflugörðum á Akranesi
18.05.2016
Reitir í kartöflugörðum Akraneskaupstaðar eru lausir til útleigu fyrir sumarið 2016. Í boði eru 100 fermetra reitir sem kosta kr. 4.000 og 50 fermetra reitir sem kosta kr. 2.000. Garðarnir verða tilbúnir til notkunar 26. maí n.k. Athugið að takmarkað magn er til úthlutunar og er eingöngu fyrir íbúa sem hafa lögheimili á...
Lesa meira
Tjaldsvæðið á Akranesi opnaði formlega um síðustu helgi
18.05.2016
Tjaldsvæðið á Akranesi við Kalmansvík opnaði formlega um síðustu helgi. Það voru rúmlega 30 gestir sem heimsóttu tjaldsvæðið þessa fyrstu opnunarhelgi og eru margir þeirra fastagestir.
Lesa meira
Starf blásara/tréblásturskennara við Tónlistarskólann á Akranesi
18.05.2016
Blásara/tréblásturskennari óskast til starfa í allt að 75% starf við Tónlistarskólann á Akranesi frá 1. ágúst 2016. Laun eru samkvæmt kjarasamningum FT eða FÍH. Helstu verkefni eru m.a. kennsla á tréblásturshljóðfæri (klarínett, saxófón) og vinna með blásarasveit skólans.
Lesa meira
Laust starf sálfræðings við sérfræðiþjónustu skóla- og frístundasviðs
18.05.2016
Sálfræðingur óskast til starfa við sérfræðiþjónustu skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar frá 1. ágúst 2016. Laun eru í samræmi við kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga.
Lesa meira
Óskað er eftir tillögum um bæjarlistamann Akraness árið 2016
18.05.2016
Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn. Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar ákvað á 28. fundi sínum þann 17. maí sl. að óska eftir tillögum frá almenningi um bæjarlistamann Akraness árið 2016.
Lesa meira
Flaggað í tilefni þjóðhátíðardags Norðmanna
17.05.2016
Í dag er þjóðhátíðardagur Norðmanna, 17 maí og er flaggað við bæjarskrifstofurnar af því tilefni og er það gert í samvinnu við Norræna félagið á Akranesi til að vekja athygli á vinarbæjarsamstarfi við Bamble í Noregi.
Lesa meira
Gleði við göngin - margt í boði á Akranesi í sumar
14.05.2016
Í sumar verður markaður á og við Akratorg sem hjónin Kristbjörg Traustadóttir og Björgvin Björgvinsson munu hafa umsjón með. Bæjarráð og skipulags- og umhverfisráð hafa tekið vel í markað og aðra viðburði í miðbænum á Akranesi í sumar. Markaðurinn verður haldinn á laugardögum milli kl. 12-16 og verður sá fyrsti 11.
Lesa meira
Nýr forstöðumaður í búsetuþjónustu hefur störf
13.05.2016
Guðrún Dadda Ásmundardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður í búsetuþjónustu Akraneskaupstaðar fyrir fatlað fólk. Guðrún Dadda útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Ergoterapeutskolen í Aarhus í Danmörku árið 2001, auk 10 eininga Bs. náms í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri. Hún lauk diplómanámi í....
Lesa meira
Leikskólinn Vallarsel í 2. sæti í stofnun ársins - borg og bær 2016
13.05.2016
Leikskólinn Vallarsel var í 2. sæti í Stofnun ársins - borg og bær árið 2016 í flokki minni stofnana. Niðurstöður úr könnun á Stofnun ársins - Borg og bær voru kynntar í Hörpunni í gær, þann 12. maí. Það eru félagsmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sem velja Stofnun ársins - Borg og Bær. Stærsti hópur
Lesa meira