Dalbraut 4 - heitur matur í hádegi
15.03.2023
Boðið er upp á heitan mat frá Höfða fyrir eldri borgara, í hádegi að Dalbraut 4.
Lesa meira
Þróttur flytur starfsemi sína frá Ægisbraut í Græna iðngarða á Akranesi
09.03.2023
Akraneskaupstaður og Þróttur hafa undirritað samning um lóðir í grænum iðngörðum í Flóahverfi á Akranesi. Með samningnum tryggir Þróttur sér aðgang að tveimur lóðum sem eru samtals yfir 9.800 m2 að stærð sem gerir fyrirtækinu mögulegt að flytja og stuðla að frekari uppbyggingu í stækkandi starfsemi. Fyrirtækið er nú staðsett við Ægisbraut 2 og 4 en Akraneskaupstaður tekur þær lóðir yfir fyrir væntanleg skólamannvirki í framtíðinni.
Lesa meira
Spurt og svarað um uppbyggingu við Langasand
08.03.2023
Uppbygging á Jaðarsbökkum
Ert þú með spurningar varðandi uppbyggingu við Langasand? Við tökum vel á móti öllum spurningum á netfanginu akranes@akranes.is
Lesa meira
Bílaumboðið Askja fyrirhugar starfsemi í Grænum iðngörðum á Akranesi
07.03.2023
Akraneskaupstaður og Bílaumboðið Askja hafa undirritað samning um lóðir í Grænum iðngörðum í Flóahverfi á Akranesi. Með samningum tryggir Askja sér aðgang að lóðum sem eru yfir 14.000 m2 að stærð og getur nú hannað húsnæði í takt við þá þjónustustarfsemi sem fyrirhuguð er á vegum fyrirtækisins á svæðinu.
Lesa meira
Spennandi uppbygging við Langasand - Hótel, baðlón, heilsulind og íþróttamannvirki
07.03.2023
Akraneskaupstaður, Ísold fasteignafélag, Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Knattspyrnufélag Akraness undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Langasand. Í henni felst að byggt verði hótel, baðlón og heilsulind á svæðinu. Jafnframt er lýst yfir samstarfi aðila um stefnumörkun í ferðaþjónustu á Akranesi. Þá er einnig áformuð uppbygging á svæði ÍA þar sem m.a. verða nýir knattspyrnuvellir fyrir félagið og stórbætt aðstaða fyrir iðkendur og íbúa.
Lesa meira
Framkvæmdir við C-álmu Grundaskóla að hefjast
03.03.2023
Sjammi ehf. hefur hafið framkvæmdir C-álmu Grundaskóla. Verið er að vinna í aðstöðusköpun og vinnugirðingum. Í næstu viku hefst niðurrif á 1. hæð og jarðvinna. Starfsfólk Grundaskóla hefur unnið að því að tæma hæðina í vikunni.
Lesa meira
Samningur við Sjamma ehf. um framkvæmdir við C-álmu Grundaskóla undirritaður
03.03.2023
Fimmtudaginn 2. mars var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og Sjamma ehf. um framkvæmdir við C-álmu Grundaskóla.
Lesa meira