Bæjarráð
Dagskrá
Undir fundarliðum 4 til 7 sátu fulltrúar bæjarstjórnar og skóla- og frístundaráðs.
1.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020
1606079
Endurskoðuð tíma- og verkáætlun og samþykkt forsendna fjárhagsáætlunar 2017.
Bæjarráð samþykkir forsendur fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2017 og endurskoðaða tíma- og verkáætlun vegna fjárhagsáætlunargerðarinnar.
2.Hækkun mótframlags launagreiðenda í A deild Brúar lífeyrissjóðs
1610008
Erindi Brúar lífeyrissjóðs um hækkun mótframlags launagreiðenda í A deild sjóðsins.
Lagt fram.
3.Snorraverkefnið - styrkbeiðni
1610053
Beiðni um stuðning við Snorraverkefnið 2017.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
4.Jólaúthlutun 2016 - styrkbeiðni
1610115
Erindi Mæðrastyrksnefndar Akraness um áframhaldandi styrk vegna jólaúthlutunar 2016.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
5.Menningarverðlaun Akraness 2016
1610098
Tillaga menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraneskaupstaðar árið 2016.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
6.Skógræktarfélag Akraness - styrkbeiðni
1610131
Erindi Skógræktarfélags Akraness um áframhaldandi fjárhagsstuðning árið 2017.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
7.Niðurgreiðsla vegna daggæslu hjá dagforeldrum og innritunar á leikskóla - áskorun til Akraneskaupstaðar
1610149
Áskorun til bæjaryfirvalda um endurskoðun reglna varðandi niðurgreiðslur vegna vistunar barna hjá dagforeldrum og innritunarreglur á leikskóla bæjarins.
Bæjarráð vísar erindinu til meðferðar skóla- og frístundaráðs.
8.Körfuknattleikfélag Akraness - leyfi vegna auglýsinga
1610128
Erindi körfuknattleiksfélags Akraness um heimild til sölu auglýsinga í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Afgreiðslu málsins frestað.
9.Akranesviti á Breið - leigusamningur
1610129
Erindi Vegagerðarinnar um samning um leigu og afnot af Akranesvita.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Vegagerðina um afnot af Akranesvita og viðhald á mannvirkjum á svæðinu.
10.Mannauðsdagur Akraneskaupstaðar árið 2016
1610134
Erindi til bæjarráðs vegna mannauðsdags Akraneskaupstaðar sem haldinn verður þann 15. nóvember næstkomandi.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þá undirbúningsvinnu sem hefur átt sér stað vegna mannauðsdags Akraneskaupstaðar 2016 og samþykkir lokun bæjarskrifstofunnar eftir hádegi þann 15. nóvember og lokun íþróttamannvirkja að Vesturgötu og Jaðarsbökkum sama dag.
11.Styrkir til greiðslu fasteignaskatts v/ aðila með starfsemi í menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- eða mannúðarmálum.
1604165
Tillaga um styrki til félaga, vegna greiðslu fasteignaskatts samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Bæjarráð samþykkir úthlutun til eftirfarandi aðila:
Akur frímúrarastúka, samtals kr. 571.176
KFUM og KFUK, samtals kr. 531.729
Oddfellow, samtals kr. 469.586
Skátafélag Akraness, samtals kr. 258.299
Rauði Krossinn, samtals kr. 119.963
Hestamannafélagið Dreyri, samtals kr. 207.828
Heildarfjárhæðinni, samtals kr. 2.158.582, verður ráðstafað af liðnum 20830-5946, önnur framlög en þau félög sem eiga rétt á úthlutun fá styrk sem nemur 65,5% af fasteignaskatti C.
Akur frímúrarastúka, samtals kr. 571.176
KFUM og KFUK, samtals kr. 531.729
Oddfellow, samtals kr. 469.586
Skátafélag Akraness, samtals kr. 258.299
Rauði Krossinn, samtals kr. 119.963
Hestamannafélagið Dreyri, samtals kr. 207.828
Heildarfjárhæðinni, samtals kr. 2.158.582, verður ráðstafað af liðnum 20830-5946, önnur framlög en þau félög sem eiga rétt á úthlutun fá styrk sem nemur 65,5% af fasteignaskatti C.
12.Gallup könnun - þjónusta sveitarfélaga 2016
1609173
Erindi Gallup um árlega könnun Gallup á þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins.
Bæjarráð telur mikilvægt að mæla viðhorf til helstu þjónustuþátta Akraneskaupstaðar á tveggja ára fresti og mun því ekki kaupa hefðbundnar spurningar á þessu ári. Hinsvegar felur bæjarráð bæjarstjóra að ganga til samninga við Gallup um kaup á sérstökum spurningum sem lúta meðal annars að ferðavenjum Akurnesinga og einnig viðhorfi til þátttöku sveitarfélagsins í landshlutasamtökum.
13.Fundargerðir 2016 - menningar- og safnarnefnd
1601010
33. fundargerð menningar- og safnamála frá 20. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14.Langtímaveikindi starfsmanna 2016 - ráðstöfun fjármuna (veikindapottur)
1512118
Umsóknir stofnana Akraneskaupstaðar í veikindapott vegna tímabilsins janúar til og með júní.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um ráðstöfun veikindapotts vegna fyrri hluta ársins 2016 og verði alls 13,9 mkr. úthlutað nú en fyrir lok nóvember verði úthlutað fjármagni fyrir síðari hluta tímabilsins.
15.Kirkjubraut 40 - húsaleiga á félagsaðstöðu fyrir eldri borgara
1610004
Nýr leigusamningur Akraneskaupstaðar og Verkalýðsfélags Akraness varðandi áframhaldandi leigu húsnæðisins að Kirkjubraut 40 til afnota fyrir félagsaðstöðu eldri borgara á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir að framlengja leigusamning við Verkalýðsfélag Akraness um aðstöðu að Kirkjubraut 40 en samningurinn er ótímabundinn með 6 mánaða uppsagnarákvæði.
16.Þjónustumiðstöð að Dalbraut 6
1410165
Erindi starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6. Fyrir liggur endanleg skýrsla hópsins.
Bæjarráð þakkar þeim Ólafi Guðmundssyni, Jóhannesi Ingibjartssyni, Laufeyju Jónsdóttur og Jón Hróa Finnssyni og öðrum þeim sem komu að gerð skýrslunnar kærlega fyrir vandað verk. Skýrslunni er vísað til velferðar- og mannréttindaráðs og skipulags- og umhverfisráðs til umsagnar og í kjölfarið verða teknar upp viðræður við stjórn FEBAN um húsnæðismál eldri borgara á Akranesi og annað samstarf á milli bæjarfélagsins og FEBAN.
17.Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029
1610095
Erindi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um samgönguáætlun fyrir Vesturland 2017-2029.
Bæjarráð Akraness lýsir yfir ánægju með störf vinnuhóps um samgönguáætlun og samþykkir fyrir sitt leyti þá forgangsröðun framkvæmda sem fram kemur í skýrslu hópsins.
Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að efni skýrslunnar verði kynnt rækilega fyrir þingmönnum kjördæmisins og ráðherra samgöngumála og þeirri kynningu fylgt eftir af fullum þunga.
Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að efni skýrslunnar verði kynnt rækilega fyrir þingmönnum kjördæmisins og ráðherra samgöngumála og þeirri kynningu fylgt eftir af fullum þunga.
18.Framkvæmdaáætlun 2017 - 2020
1609061
Fjárfestingar 2017-2020 - forgangsröðun.
Málinu frestað til næsta fundar.
Fulltrúar úr bæjarstjórn og skóla- og frístundaráði véku af fundi.
Fulltrúar úr bæjarstjórn og skóla- og frístundaráði véku af fundi.
19.ÍA - forgangsröðun verkefna
1610126
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir frá Íþróttabandalagi Akraness taka sæti á fundinum til að ræða helstu áherslur bandalagsins í uppbyggingu íþróttamannvirkja.
Bæjarráð þakkar fulltrúum ÍA þeim fyrir kynninguna og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
20.Rekstrarsamningur Vélhjólaíþróttafélags Akraness
1601395
Ósk Vélhjólafélags Akraness um viðræður við Akraneskaupstað um endurnýjun rekstrarsamnings.
Jóhann Pétur Hilmarsson, formaður Vélhjólaíþróttafélagsins tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
21.FIMA - húsnæðismál
1310193
Erindi Fimleikafélags Akraness um framtíðarlausn á húsnæðismálum félagsins og ósk um viðræður við bæjarráð um málefnið.
Guðmundur Claxton, Ingibjörg Indriðadóttir, Anna Þóra Þorgilsdóttir, Jóhann Sigurðsson og Sigrún Mjöll Stefánsdóttir frá FIMA taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Guðmundur Claxton, Ingibjörg Indriðadóttir, Anna Þóra Þorgilsdóttir, Jóhann Sigurðsson og Sigrún Mjöll Stefánsdóttir frá FIMA taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fulltrúum FIMA fyrir kynninguna og er erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
22.Fundargerðir 2016 - SSV
1602246
126. fundargerð stjórnar SSV frá 4. október 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
23.Fundargerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
1602030
138. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 3. október 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 21:05.