Fara í efni  

Bæjarráð

3252. fundur 30. apríl 2015 kl. 17:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Samgönguverkefni - aðkoma einkaaðila

1504114

Skýrsla starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytisins um aðkomu einkaaðila að samgönguverkefnum.
Bæjarráð fagnar framkominni skýrslu og vísar málinu til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisráði.

2.Fundargerðir 2015 - Samráðshópur um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1504123

1. fundargerð samráðshópur um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6, frá 28.4.2015.
Fundagerð lögð fram til kynningar.

3.OR - aðalfundur 2015

1504043

Fundargerð aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27.4.2015.
Fundagerð lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2015 - menningar- og safnanefnd

1501212

Fundargerðir menningar- og safnanefndar nr. 11 og 12, frá 31.3.2015 og 9.4.2015.
Fundagerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

687. mál - frumvarp til laga um lögræðislög (réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis o.fl.)
Lögð fram til kynningar.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr. 691 - frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir).
Lögð fram til kynningar.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr. 692 - frumvarp til laga um veiðigjöld.
Lögð fram til kynningar.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr. 629 - frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð.
Lögð fram til kynningar.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr. 689 - þingsályktunartillaga um landssskipulagsstefnu 2015-2016.
Lögð fram til kynningar.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Umsögn Sambandsins á máli 561 - Frumvarp um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu.
Lögð fram til kynningar.

11.Faxaflóahafnir sf. - aðalfundur 2015

1503141

Aðalfundarboð Faxaflóahafna sem haldinn verður 29. maí 2015 í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17 í Reykjavík.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri mætir fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

12.SSV - samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi

1503228

Páll Brynjarsson og Ingveldur Guðmundsdóttir mæta á fundinn.
Páll og Ingveldur gera grein fyrir hugmynd SSV um frekari samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi.

13.Umhverfisvöktun iðjuveranna á Grundartanga 2014

1504033

Skýrsla umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins
á Grundartanga 2014.
Lögð fram til kynningar.

14.OR - eigendanefnd 2015

1503066

Minnisblað fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 13.4.2015, um verðmæti hlutar Borgarbyggðar í Orkuveitu Reykjavíkur.
Lagt fram til kynningar og óskað eftir nánari upplýsingum fjármálaskrifstofu Reykjvíkurborgar.

15.Kirkjubraut 2 - Skagaferðir ehf., veitingaleyfi f. kaffihús

1409170

Umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa um útiveitingarleyfi Skagaferða ehf. við Kirkjubraut 2 lögð fram til kynningar.
Bæjarráð tekur undir umsögnina og samþykkir hana.

16.Ægisbraut 21 - umsókn um byggingarlóð

1504103

Umsókn Miklagarðs ehf. kt. 460373-0189, dags. 21.4.2015, um iðnaðarlóð við Ægisbraut 21.
Bæjarráð óskar eftir því við skipulags- og umhverfisráð að lagt verði mat á umsóknina með tilliti til endurskoðunar aðalskipulags Akraness 2005-2017.

17.Ægisbraut 21 - umsókn um byggingarlóð

1504056

Umsókn Halla-Máls ehf. kt. 690807-1300, dags. 13.4.2015, um iðnaðarlóð við Ægisbraut 21.
Bæjarráð óskar eftir því við skipulags- og umhverfisráð að lagt verði mat á umsóknina með tilliti til endurskoðunar aðalskipulags Akraness 2005-2017.

18.Launalaust leyfi - framlengt

1504010

Beiðni um framlengingu á launalausu leyfi.
Bæjarráð samþykkir beiðni sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um framlengingu á launulausu leyfi kennara fyrir skólaárið 2015-2016.

19.Reglur 2015 um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

1503039

Breyting á reglum um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
Bæjarráð samþykkir að gildandi viðmiðunarfjárhæðir vegna lækkunar og niðurfellingar fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega árið 2015 verði svohljóðandi:

Hjá einstaklingum með tekjur allt að kr. 2.817.000 verði 100% niðurfelling á fasteignaskatti. Niðurfellingin lækki hlutfallslega með hækkandi tekjum og falli niður ef tekjur fara yfir kr. 3.900.000.

Hjá hjónum/sambýlingum með tekjur allt að kr. 3.945.000 verði 100% niðurfelling á fasteignaskatti. Niðurfelling lækki hlutfallslega með hækkandi tekjum og falli niður ef tekjur fara yfir kr. 5.459.000.

Reglunum er vísað til endanlegra afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.Skagastaðir 2015

1504015

Á fundi Velferðar- og mannréttindaráðs þann 22. apríl sl. var fjallað um starfsemi Skagastaða. Eftirfarandi var bókað:
,,Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti að samningur Akraneskaupstaðar við Vinnumálastofnun á Vesturlandi frá 15. janúar 2014 verði efndur. Samningurinn gildir til 31. desember 2015. Ráðið vísar erindinu til bæjarráðs þar sem það felur í sér um 1,8 mkr. útgjöld umfram samþykkta fjárhagsáætlun.
Ráðið leggur til að verkefnisstjóra verði falið að vinna að tillögum að framtíðarsýn varðandi virkniúrræði fyrir fólk sem nýtur fjárhagsaðstoðar.´´
Bæjarráð samþykkir erindið en leggur áherslu á að leitað verði allra leiða til að ná niður kostnaði vegna starfsemi Skagastaða, til dæmis með tilfærslu starfa innan Akraneskaupstaðar.

Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum önnur aðkeypt vinna 20830-4990.

21.Þjónusta vegna búsetu og stuðningsþjónusta

1501209

Sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs mætir á fundinn.
Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs kynnir stöðu málsins.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00