Fara í efni  

Bæjarráð

3315. fundur 29. júní 2017 kl. 08:15 - 11:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Deilisk. - Skógarhverfi 1. áf. breyting

1706002

Erindi skipulags og umhverfiráðs þar sem lagt er til við bæjarráð að samþykkja fyrirliggjandi breytingar á deiliskipulagi Skógarhverfis 1 og að skipulagið verði auglýst skv. 41.gr. sbr. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Skógahverfis sem unnin er af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 29. maí 2017. Í tillögunni felst annars vegar breyting á húsahæðum fjölbýlishúsa sunnan Asparskóga þar sem aðallega verður gert ráð fyrir tveggja hæða húsum án bílageymslna í stað þriggja hæða með bílageymslu og hins vegar stækkun skipulagssvæðisins sem nemur einni lóðaröð norðan Asparskóga með sams konar tveggja hæða fjölbýlishúsabyggð. Hærri hús verða á þremur lóðum. Jafnframt eru gerðar breytingar á skilmálum t.d. um íbúðafjölda. Tillagan er unnin í samræmi við rammaskipulag Skógahverfis frá 2005, sem ekki hefur formlegt gildi, en er nýtt sem forsenda einstakra skipulagsáfanga hverfisins. Nú er gert ráð fyrir 122 íbúðum á óbyggðum lóðum við Asparskóga en með breytingunni og stækkun skipulagssvæðisins verður gert ráð fyrir 159-236 íbúðum á óbyggðum lóðum við götuna.

Haldinn var opinn fundur þann 15.júní 2017 fyrir íbúa þar sem breytingarnar voru kynntar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á deiliskipulagi Skógarhverfis 1. áfanga og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 41. gr. sbr. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs á Akranesi

1706042

Íbúðalánasjóður er um þessar mundir að hafa samband við sveitarfélög með það í huga að bjóða þeim til viðræðna um möguleg kaup þeirra fasteigna í eigu sjóðsins innan viðkomandi sveitarfélags.
Velferðar- og mannréttindaráð telur þörf á að Akraneskaupstaður hafi yfir að ráða leiguhúsnæði fyrir skjólstæðinga sína. Ráðið vísar því til ákvörðunar bæjarráðs að skoða kaup á íbúð/um.
Bæjarráð samþykkir að kannað verði frekar verðmæti þeirra eigna Íbúðarlánasjóð sem eru í söluferli.


3.Áskorun vegna notkunar svartolíu

1706156

Erindi Faxaflóahafna til eiganda varðandi áskorun um bann við notkun á svartolíu á svæði þar sem útblæstri skipa eru sett takmörk.
Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við málefnið sem felur í sér að gerðar verði mun strangari kröfur varðandi notkun eldsneytis þeirra skipa sem sigla um norðurhöf heldur en gildir í dag.

4.Lopapeysan, Írskir dagar 2017

1705112

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Veislur og Viðburðir ehf. um tækifærisleyfi til samkomuhalds í sementsskemmu við Faxabraut á Akranesi þann 1. júlí næstkomandi.
Ingibjörg Pálmadóttir vék af fundi undir þessum lið.

Afgreiðsla sviðsstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

5.Auglýsinga - og kynningarefni - samstarf sveitarfélaga á vesturlandi

1706128

Erindi Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi um samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi á auglýsinga- og kynningarefni í tengslum við upptöku sjónvarpsþáttana Biggest looser á Vesturlandi.
Bæjarráð þakkar erindið en mun ekki taka þátt í verkefninu með fjárframlagi.

6.Faxaflóahafnir - aðalfundur 2017 / arður

1704105

Tilkynning frá Faxaflóahöfnum um arðgreiðslu til eigenda sem samþykkt var á aðalfundi Faxaflóahafna þann 26. maí síðastliðinn. Arðgreiðsla árið 2017 er að fjárhæð 371 mkr. sem skiptist á eignaraðila eftir eignarhlutföllum.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

7.Akursbraut 17 - fyrirspurn til byggingarfulltrúa

1703187

Erindi frá skipulags- og umhverfisráði þar sem lagt er til við bæjarráð að breyting á deiliskipulagi vegna Akursbrautar 17 verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.15.5.2017 samþykkti skipulags- og umhverfisráð að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn vegna Akursbrautar 17. Breytingin felst í að stækka anddyri og byggja yfir svalir á 1.hæð, setja kvist og svalir á rishæð.

Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Suðurgötu 40,42,46,48 og 50a og auk húss nr. 15 við Akursbraut. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi lóða vegna Akursbrautar 17 og að breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.

8.Birkiskógar 2, Grenndarkynning v. endurnýjunar byggingarleyfis

1704148

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til við bæjarráð að breyting á deiliskipulagi við Birkiskóga 2 verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.

Þann 8. maí sl. samþykkti skipulags- og umhverfisráð að grenndarkynna skipulagsbreytingar á Birkiskógum 2. Breytingin felst í að hækka heimilað byggingarmagn. Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Birkiskóga 1,4, og 3 auk húsa 19 og 20 við Álmaskóga. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Birkiskóga 2 og að breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.

9.Esjubraut 14 - fyrirspurn til byggingarfulltrúa um stækkun bílskúrs

1701289

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til við bæjarráð að breyting á deiliskipulagi lóða við Esjubraut 14 verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.

Þann 6. mars sl. samþykkti skipulags- og umhverfisráð að grenndarkynna skipulagsbreytingar á lóðum við Esjubraut 14. Breytingin felst í að stækka bílskúr.Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Esjubraut 10,12,16 og 18 auk húsa nr. 9,11,13 og 15 við Hjarðarholt. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi lóða við Esjubraut 14 og að breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.

10.Deilisk. - Skógarhverfi 2. áf. breyting

1706003

Erindi skipulags og umhverfiráðs þar sem lagt er til við bæjarráð að samþykkja fyrirliggjandi breytingar á deiliskipulagi og að skipulagið verði auglýst skv. 41.gr. sbr. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Skógahverfis sem unnin er af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 1. júní 2017. Í tillögunni felast eftirtaldar breytingar:

Almenn breyting á ákvæðum um bílastæði fyrir fjölbýlishús þar sem fjöldi bílastæða fer eftir stærð íbúða.

Breyting á lóðamörkum og sameining byggingarreita á lóðunum við Álfalund 6-12 og Akralund 13-23.

Raðhús og parhús við Álfalund 2-26 (jafnar tölur) og Akralund 13-41 (oddatölur) verða einnar hæðar í stað tveggja hæða.

Byggingarreit fjölbýlishúss við Akralund 6 er breytt, hann einfaldaður og skásettur miðað við aðliggjandi reiti.

Haldinn var opinn fundur þann 15.júní 2017 fyrir íbúa þar sem breytingarnar voru kynntar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga, og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 41. gr. sbr. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017

1702057

414. mál til umsagnar, tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir.
Lagt fram til kynningar.

12.Akralundur 14 - beiðni um greiðslufrest

1610185

Beiðni um greiðslufrest á gatnagerðargjöldum til 10. ágúst næstkomandi vegna Akralundar 8, 10, 12 og 14 vegna tafa við fjármögnun
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um greiðslufrest sbr. ákvæði þar að lútandi í gjaldskrá 710/2015 um gatnagerðargjald og tengigjöld fráveitu.

13.Beiðni um styrk vegna ljósmyndasýningar

1706143

Erindi Finns Andréssonar um beiðni um styrk vegna ljósmyndasýningar.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og bendir umsækjanda á styrkúthlutun á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).

14.Fjölnotapokar

1703193

Tillaga um samstarf við ÍA um fjölnotapoka.
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna að fjárhæð kr. 500.000 vegna samstarfsverkefnis við Íþróttabandalag Akraness (ÍA) sem felst í sameiginlegum kaupum á fjölnotapokum sem gefnir yrðu inn á öll heimili og til fyrirtækja á Akranesi. Heildarkostnaður verkefnisins er 1 mkr. sem skiptist á milli Akraneskaupstaðar og ÍA og verða sérstaklega merktir með gildum kaupstaðarins og einkunnarorð ÍA "Að koma saman er byrjun, Að vera saman eru framfarir, Að vinna saman er árangur".

Fjármununum, samtals að fjárhæð kr. 500.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

15.Skiltamál á Akranesi

1706144

Tillaga um upplýsingaskilti og vegvísa á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 2.000.000 vegna kostnaðar við upplýsingaskilti á Akraneshöfn og þriggja vegvísa sem staðsettir verða á Akraneshöfn, á Akratorgi og við Faxatorg.

Fjármununum verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

16.Nýr golfskáli - félags- og frístundaaðstaða við Garðavöll

1609101

Drög að framkvæmdasamningi milli Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis vegna byggingu frístundamiðstöðvar við Garðavöll.
Bæjarráð leggur til við Fasteignafélag Akraness slf. að fyrirliggjandi framkvæmdasamningur vegna byggingar frístundamiðstöðvar við Garðavöll verði samþykktur.

17.Búnaður- og tækjakaup vegna bættrar aðstöðu fyrir fatlaða 2017

1706122

Erindi frá sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs vegna búnaðar- og tækjakaupa. Óskað er eftir fjármagni til kaupa á búnaði- og tækjum til að bæta aðstöðu og tækjabúnað fyrir fatlaða í Bjarnalaug og í frístundastarfi í Þorpinu. Kostnaður alls er kr. 2.148.000
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna að fjárhæð kr. 2.148.000 til að bæta aðstöðu og tækjabúnað fyrir fatlaða í Bjarnalaug og í frístundastarfi í Þorpinu.

Fjármununum er ráðstafað af liðnum 20830-4995.

18.Umsókn í framkvæmdasjóð aldraðra 2017

1705158

Á 61. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 21. júní 2017 var fjallað um Framkvæmdasjóð aldraðra. Framkvæmdasjóður aldraðra starfar samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og reglugerð nr. 468/2014. Auglýst hefur verið eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum með umsóknarfresti til og með 14. júlí nk. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að sótt verði um framlag úr Framkvæmdasjóð aldraðra fyrir árið 2017 vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða á Dalbrautarreit.

Samþykkt velferðar- og mannréttindaráðs er hér með vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að unnin verði að styrkumsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að kanna hvort fyrirliggjandi gögn uppfylli skilyrði sjóðsins þannig að unnt verði að sækja um innan tilskilinna tímamarka.

19.Coworking Akranes - ósk um leiguhúsnæði

1701090

Heiðar Mar Björnsson og Heimir Berg Vilhjálmsson koma á fund bæjarráðs og ræða hugmyndir um stofnun frumkvöðlaseturs á Akranesi.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir, verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar fulltrúum Coworking fyrir komuna og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

20.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2017

1701128

Þriggja mánaða árshlutauppgjör lagt fram.

Þorgeir Jónsson fjármálastjóri, Andrés Ólafsson verkefnastjóri og Sigmundur Ámundason deildarstjóri bókhalds taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00