Fara í efni  

Opið hús hjá Fjöliðjunni

Í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðra þann 3. desember næstkomandi verður opið hús í Fjöliðjunni frá kl: 13:30-15:00. Þóra Grímsdóttir sagnaþula mun líta við ásamt því verða starfsmenn með leik- og tónlistaratriði. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Allir velkomnir.
Lesa meira

Jólaljósin tendruð í dag

Jólaljósin á Akratorgi voru tendruð í dag, laugardaginn 28. nóvember við hátíðlega athöfn. Lúðrasveit Tónlistarskólans á Akranesi spilaði nokkur lög í upphafi og síðan tóku nemendur skólakórs Grundaskóla við og sungu þau nokkur lög undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur áður en kveikt var á trénu.
Lesa meira

akranes.is besti sveitarfélagavefur landsins

Vefur Akraneskaupstaðar var valinn besti sveitarfélagavefurinn á Degi upplýsingatækninnar í dag en boðað var til ráðstefnu um upplýsingatækni og lýðræði á vegum Skýrslutæknifélags Íslands. Veittar voru viðurkenningar fyrir besta opinbera vefinn og fékk Þjóðskrá Íslands þá viðurkenningu fyrir vefinn island.is og Akraneskaupstaður, fyrir besta sveitarfélagavefinn.
Lesa meira

Ruth fær viðurkenningu fyrir æskulýðsstarf

Á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir sem fór fram föstudaginn 20. nóvember sl. voru veittar viðurkenningar fyrir æskulýðsstarf. Viðurkenning í flokki nýsköpun og þróun í æskulýðsstarfi hlaut Ruth Jörgensdóttir Rauterberg yfirþroskaþjálfi í frístundamiðstöðinni Þorpinu, fyrir vinnu sína við að þróa...
Lesa meira

Forstöðumaður menningar- og safnamála

Akraneskaupstaðar auglýsti nýtt starf forstöðumanns menningar- og safnamála um miðjan október. Umsóknarfrestur rann út þann 9. nóvember síðastliðinn og voru umsækjendur tuttugu og fjórir. Ráðningarferli stendur yfir um þessar mundir en það er ráðningarstofan Hagvangur sem sér um úrvinnslu umsókna í samstarfi við bæjaryfirvöld
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 22. nóvember

1223. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 24. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Unga fólkið fær áheyrnarfulltrúa í skóla- og frístundaráð

Þann 17. nóvember síðastliðinn kom bæjarstjórn unga fólksins saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar. Í bæjarstjórn unga fólksins eru þau Jón Hjörvar Valgarðsson fulltrúi nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands, Þuríður Ósk Magnúsdóttir fulltrúi nemenda í Brekkubæjarskóla, Atli Teitur
Lesa meira

Laust tímabundið starf kennara í Grundaskóla

Grundaskóli óskar eftir að ráða kennara í 100% starf tímabundið vegna veikinda. Um er að ræða kennslu í 10. bekk og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helsta kennslugrein er stærðfræði.
Lesa meira

Opnunartímar í Akranesvita fram í desember

Vakin er athygli á því að Akranesviti verður opinn á eftirfarandi tímum fram í desember: fimmtudaginn 19. nóvember frá kl. 15-18, þriðjudaginn 24. nóvember frá kl. 15-18 og fimmtudaga og þriðjudaga frá kl. 13-16 á tímabilinu 26. nóvember til og með 17. desember.
Lesa meira

Fréttabréf Íþróttabandalags Akraness

Íþróttabandalag Akraness gefur reglulega út rafrænt fréttablað þar sem fjallað er um starf félagsins. Hér má sjá nýjasta tölublaðið sem er birt með leyfi íþróttabandalagsins. Hægt er að gerast áskrifandi og fylgjast með þessu fjölbreytta starfi sem ÍA sinnir með því að senda tölvupóst á ia@ia.is og gefa upp nafn og netfang.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00