Laus staða á Sambýlinu að Laugarbraut
09.10.2015
Laus er til umsóknar um 50% staða á Sambýlinu að Laugarbraut frá 1. nóvember næstkomandi. Starfið felur í sér stuðning við einstaklinga með fötlun í athöfnum daglegs lífs, á heimili þeirra og við tómstundir. Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum (aðra hverja helgi).
Lesa meira
Viðgerð við heita potta lokið í Jaðarsbakkalaug
09.10.2015
Í dag, föstudaginn 9. október voru allir heitir pottar lokaðir vegna viðgerðar á síukerfi pottanna. Viðgerð er lokið og eru pottarnir komnir í notkun.
Lesa meira
Akraneskaupstaður innleiðir eigið eldvarnaeftirlit
06.10.2015
Akraneskaupstaður innleiddi eigið eldvarnaeftirlit í öllum stofnunum sínum 1. október síðastliðinn í samvinnu við Eldvarnabandalagið. Eldvarnafulltrúar munu héðan í frá annast reglulegt eftirlit með eldvörnum hver í sinni stofnun samkvæmt leiðbeiningum og gátlistum Eldvarnabandalagsins. Eldvarnabandalagið og...
Lesa meira
Forseti Íslands heimsækir Brekkubæjarskóla
02.10.2015
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands heimsótti Brekkubæjarskóla snemma í morgun, þann 2. október, í tilefni forvarnardagsins sem er í dag en forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga
Lesa meira
Íþróttaálfurinn og Solla Stirða heimsækja leikskóla Akraneskaupstaðar
02.10.2015
Þetta var ansi skemmtilegur dagur á leikskólum Akraneskaupstaðar en Íþróttaálfurinn og Solla Stirða heimsóttu þá alla fjóra, Akrasel, Garðasel, Teigasel og Vallarsel. Það er fyrirtækið ÞÞÞ sem býður uppá þessa skemmtilegu heimsókn og sendum við þeim kærar þakkir fyrir.
Lesa meira
Elsta rakarastofa landsins á Akranesi
01.10.2015
Hinrik Haraldsson, betur þekktur sem Hinni rakari, hefur rekið rakarastofu við Vesturgötu á Akranesi síðan 1. október árið 1965 eða í hálfa öld. Af því tilefni færði Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Hinriki blómvönd fyrir hönd Akraneskaupstaðar.
Lesa meira
Skemmtileg heimsókn nemenda úr þriðja bekk í Grundaskóla
29.09.2015
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fékk skemmtilega heimsókn í dag frá nemendum þriðja bekkjar í Grundaskóla. Nemendur eru um þessar mundir að fræðast um Akranes og hafa þau farið í fjölmargar fyrirtækjaheimsóknir því tengdu.
Lesa meira
Endurreikningi afsláttar á fasteignaskatti lokið
28.09.2015
Samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, 3. grein, hefur endurreikningur afsláttar farið fram. Þeim elli- og örorkulífeyrisþegum sem breytingar á afslætti ná til, hefur verið sent bréf varðandi niðurstöðu. Breytingar hafa verið færðar til...
Lesa meira
Fréttabréf Íþróttabandalags Akraness
24.09.2015
Íþróttabandalag Akraness gefur reglulega út rafrænt fréttablað þar sem fjallað er um starf félagsins. Hér má sjá nýjasta tölublaðið sem er birt með leyfi íþróttabandalagsins. Hægt er að gerast áskrifandi og fylgjast með þessu fjölbreytta starfi sem ÍA sinnir með því að senda tölvupóst á ia@ia.is
Lesa meira
Hunda- og kattaeigendur athugið
24.09.2015
Mánudaginn 19. október næstkomandi verður hunda- og kattahreinsun í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin). Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt
Lesa meira