Fara í efni  

Tillaga að breytingu deiliskipulagi Akraneshafnar

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 25. apríl 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Akraneshafnar skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Breytingin felur í sér að breyta skipulagsmörkum deiliskipulags Akraneshafnar á þá leið að Sementsbryggja og athafnasvæði við Faxabraut 10
Lesa meira

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna Sementsreits

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi 25. apríl 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, skv. 1. mgr. 31. sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð skipulagsbreyting nær til iðnaðarsvæðis I1 Sementsreitar og hluta hafnarsvæðis. Gert er ráð fyrir að landnotkun
Lesa meira

Kolbrún S. Kjarval bæjarlistamaður Akraness 2017

Kolbrún S. Kjarval er bæjarlistamaður Akraness árið 2017. Kolbrún er fædd í Reykjavík í byrjun árs 1945 en flutt eins árs gömul til Danmerkur þar sem hún bjó til fimm ára aldurs. Til dagsins í dag hefur hún ýmist búið í Danmörku eða á Íslandi. Lengst bjó hún á mið Jótlandi en þar bjó hún í 16 ár. Hún hefur búið á Akranesi frá árinu 2008. Kolbrún á eina dóttur.
Lesa meira

Hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn

Glæsileg hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna fór fram á Akranesi í dag. Dagskrá hófst í morgun með þjóðlegri dagskrá við Byggðasafnið í Görðum. Í tilefni dagsins var frítt á safnið og var börnum meðal annars gefinn kostur á að fara á hestbak. Hátíðarguðsþjónusta fór fram kl. 13 og um miðjan dag var fjölmenn skrúðganga sem gekk frá Tónlistarskólanum að Akratorgi þar sem við tók fjölbreytt dagskrá.
Lesa meira

Tímaáætlun og verðskrá Akranesferjunnar

Mikil stemning var meðal bæjarbúa á Akraneshöfn þegar ferjan Akranes sigldi sína fyrstu formlegu siglingu til Akraness í gær, þann 15. júní. Akranes lagði af stað frá Vesturbugt rétt um kl. 17:30 og tók siglingin um 25 mínútur. Margmenni tók á móti ferjunni og bauðst þeim að fara í stutta siglingu með ferjunni að ...
Lesa meira

Reglur um val á heiðursborgara Akraness

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 13. júní síðastliðinn reglur um val og útnefningu heiðursborgara Akraness. Með þessum nýju reglum er bæjarstjórn heimilt að útnefna sérstakan heiðursborgara og verður það að vera með einróma samþykki bæjarfulltrúa í bæjarstjórn. Við útnefningu skal hafa til...
Lesa meira

Laun bæjarfulltrúa endurskoðuð

Á bæjarstjórnarfundi þann 13. júní síðastliðinn tók bæjarstjórn Akraness ákvörðun um endurskoðun launa kjörinna fulltrúa sem felur í sér hækkun launa um 9% frá 1. júní 2017. Kjör bæjarfulltrúa hafa fram til þessa tekið mið af þingfarakaupi en í nóvember síðastliðnum tók bæjarstjórn ákvörðun um að fresta breytingu á
Lesa meira

Ljósmyndasýningin Farið á fjörur í Akranesvita í sumar

Á Sjómannadaginn, 11. júní s.l., var ljósmyndasýning Hildar Björnsdóttur, Farið á fjörur, opnuð í Akranesvita. Við opnunina lék tónelska fjölskyldan Travel Tunes Iceland nokkur lög. Sýningin sem er á hæðum tvö til fjögur, mun prýða veggi vitans til 10. september. Næstkomandi sunnudag, þann 18. júní, kl. 13:00 mun Hildur bjóða upp á listamannaspjall í vitanum og eru allir hjartanlega velkomnir.
Lesa meira

Áætlunarsiglingar á milli Akraness og Reykjavíkur

Áætlunarsiglingar á milli Reykjavíkur og Akraness hefjast mánudaginn 19. júní næstkomandi. Reykjavíkurborg og Akraneskaupstaður ákváðu að fara í þetta tilraunaverkefni í sex mánuði enda hefur eftirspurn verið mikil eftir slíkum ferðum. Sæferðir Eimskip reka ferjuna...
Lesa meira

Skemmtileg dagskrá á 17. júní

Glæsileg hátíðardagskrá er fyrir alla fjölskylduna á 17. júní. Dagurinn hefst með þjóðlegum morgni á Byggðasafninu þar sem gestir í þjóðbúningi fá óvæntan glaðning. Sýningin Keltnesk arfleið er opin í Guðnýjarstofu og ýmislegt verður gert fyrir börnin, s.s. andlitsmálun og teymt verður undir börnin. Aðgangur er ókeypis á Byggðasafnið þennan dag.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00