Fara í efni  

Bæjarstjórn

1331. fundur 13. apríl 2021 kl. 17:00 - 18:32 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.

Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

2009128

Á 149. fundur velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var þann 7. mars 2021 var tekið fyrir niðurstaða stýrihóps félagsmálaráðuneytisins, um þátttöku barna af efnaminni heimilum í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, um að framlengja umsóknarfrest um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki til 15. apríl 2021.

Í reglum Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum kemur fram í 1. grein að umsóknir skulu berast fyrir 1. mars 2021.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti breytingu á 1. grein í reglum Akraneskaupstaðar þess efnis að umsóknarfrestur verði framlengdur til 15. apríl 2021.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar breytingum á reglunum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Málið var afgreitt á 1330. fundi bæjarstjórnar þann 23. mars síðstliðinn og því ekki til afgreiðslu á þessum fundi.
Engar athugasemdir gerðar við þá ákvörðun forseta af hálfu fundarmanna.

2.Loftgæði í Grundaskóla

2103009

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 25. mars sl. útgjöld, allt að fjárhæð kr. 5.000.000 vegna forhönnunar á C-álmu Grundaskóla en þessi þáttur er nauðsynlegur til að unnt sé að áætla með sem bestum hætti heildarkostnað vegna þeirra endurbóta sem þörf verður að ráðast í vegna stöðu loftgæða í Grundaskóla.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 9 á deild 31420-4391 að fjárhæð kr. 5.000.000 og að kostnaðarauka verði mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi. Bæjarráð vísar viðauka nr. 9 til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 9 að fjárhæð kr. 5.000.000 sem færist á deild 31420-4391 og verður útgjöldunum mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Samþykkt 9:0
Fylgiskjöl:

3.Tölvukerfi Akraneskaupstaðar - endurnýjun á diskakerfum

2103200

Bæjarráð samþykkti viðbótarfjármagn vegna endurnýjunar á diskakerfi Akraneskaupstaðar á fundi sínum þann 25. mars sl. Bæjarráð samþykkti jafnframt viðauka nr. 10 að fjárhæð kr. 4.774.000 með vsk., sem ráðstafað er af deild 20830-4660, kr. 1.680.000, og af deild 20830-4995, kr.3.094.000 og færist á deild 21400-4992. Bæjarráð vísar viðauka nr. 10 til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 10 að fjárhæð kr. 4.774.000 sem ráðstafað er annars vegar af deild 20830-4660 að fjárhæð kr. 1.680.000 og hins vegar af deild 20830-4995 að fjárhæð kr. 3.094.000 og fært á deild 21400-4992.

Samþykkt 9:0
Fylgiskjöl:

4.Deiliskipulag Stofnanareits breyting - Vesturgata 163

2101220

Um er að ræða umsókn um að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús. Grenndarkynnt var frá 10. febrúar til 11. mars 2021, engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Stofnanareits vegna Vesturgötu 163, verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits vegna Vesturgötu 163 sem felur í sér að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús, að breytingarnar verði sendar Skipulagsstofnun og auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

5.Deiliskipulag Voga - Vogar 17, Flæðilækur

2008218

Breyting á deiliskipulagi Voga vegna Voga-Flæðilækjar, sem felst í að skilgreina byggingarreit fyrir geymslu og viðgerðarhús. Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. greinar frá 25. febrúar til 30. mars 2021.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Voga vegna Voga-Flæðilækjar sem felst í að skilgreina byggingarreit fyrir geymslu og viðgerðarhús, að deiliskipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og að auglýsing um breytinguna verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

6.Deiliskipulag Dalbraut Þjóðbraut - Dalbraut 10 - Fjöliðjan

2102053

Breyting á deiliskipulagi Dalbraut - Þjóðbraut, vegna Dalbrautar 10 var grenndarkynnt frá 16. febrúar til 18. mars 2021. Engar athugasemdir bárust, samþykki barst frá tveimur lóðarhöfum og ábending kom fram hjá Veitum um lagnir. Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Dalbraut nr. 8, nr. 14, nr. 15, nr. 16, nr. 17, nr. 19, nr. 21, nr. 23, nr. 25, nr. 27, nr. 29, nr. 31, nr. 33, nr. 35, nr. 37, nr. 39, nr. 41, nr. 43, nr. 45, nr. 47, nr. 49, nr. 51, nr. 53, nr. 55, nr. 57 og nr. 59 svo og fasteignaeigendum að Þjóðbraut nr. 9 og nr. 11.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Dalbraut - Þjóðbraut, vegna Dalbrautar 10, verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tóku:
EBr, RBS, SMS, ÓA, RÓ, RBS og KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Dalbraut - Þjóðbraut vegna Dalbrautar 10, sem felst í:
- Lóðin Dalbraut 10 er stækkuð um 1.080,4 fermetra, úr 2.232,5 fermetrum í 3.312,9 fermetra
- Lóðin Dalbraut 14 er minnkuð um 81,6 fermetra
- Lóðin Dalbraut 9 er minnkuð um 802,5 fermetra
- Lóðin Þjóðbraut 11 er minnkuð um 11 fermetra
- Lóðin Dalbraut 10 er stækkuð út í götustæði Dalbrautar þannig að bílastæði verði innan lóðar hornrétt á akbraut og kvöð verðu um gangstétt Akraneskaupstaðar milli bílastæða og byggingar.
- Afmarkaður er byggingareitur fyrir góðurhús í austurhluta lóðarinnar. Stefnt er að því að færa núverandi byggingu. Byggingarmagn gróðurhúss er innifalið í nýtingarhlutfalli lóðar.
- Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,35

Samþykkt 5:0, 4 sitja hjá (RÓ/SMS/EBr/ÓA)

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnunar og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 5:0, 4 sitja hjá (RÓ/SMS/EBr/ÓA)
Fylgiskjöl:

7.Suðurgata 50A -Kynning á viðbyggingu

2011087

Tímabilið 14. janúar til og með 16. febrúar síðastliðinn var grenndarkynnt ósk lóðarhafa (umsækjanda) Suðurgötu 50A um breytta notkun hússins og óskað heimildar til að byggja hæð ofan á húsið. Ekki er til deiliskipulag af svæðinu.

Fram komu tvær athugasemdir við grenndarkynninguna frá fjórum aðliggjandi lóðarhöfum. Einnig liggur fyrir bréf frá Lex lögmönnum f.h. umsækjanda sem svar við framkomnum athugasemdum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar við framkomnum athugasemdum og bréfi frá Lex lögmönnum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa.
Til máls tók: RÓ sem lýsir sig vanhæfa í málinu. Engar athugasemdir voru gerðar við það af hálfu annarra fundarmanna.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar bæjarstjórnar við umsókninni sem og við framkomnum athugasemdum vegna grenndarkynningar.

Samþykkt 8:0

RÓ tekur sæti á fundinum að nýju.

8.Deiliskipulag Æðarodda - Æðaroddi 40 breyting

2102298

Breyting á deiliskipulagi Æðarodda vegna Æðarodda 40, breyting á byggingarreit. Grenndarkynnt var frá 25. febrúar til 30. mars 2021, engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Æðarodda vegna Æðarodda 40, verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók: RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Æðarodda 40 sem felst í breytingu á byggingarreit, að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

9.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð

2101002

3454. fundargerð bæjarráðs frá 25. mars 2021
Til máls tóku:
SMS um fundarlið nr. 3.
SFÞ um fundarlið nr. 3.
SMS um fundarlið nr. 3.
SFÞ um fundarlið nr. 3.
ÓA um fundarlið nr. 2.
EBr um fundarlið nr. 2.
RÓ um fundarlið nr. 2.
VLJ um fundarliði nr. 2 og nr. 3.
SMS um fundarlið nr. 2
ÓA um fundarlið nr. 2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð

2101004

157. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 6. apríl 2021.
158. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 7. apríl 2021.
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2021 - Skipulags- og umhverfisráð

2101005

191. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 7. apríl 2021.
Til máls tók:
RBS um fundarlið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2021 - Velferðar- og mannréttindaráð

2101003

150. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 7. apríl 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2021 - Orkuveita Reykjavíkur

2101009

300. fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. febrúar 2021.
301. fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. febrúar 2021.
302. fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 9. mars 2021.
303. fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 12. mars 2021.
Til máls tóku:
Forseti óskar eftir afleysingu varaforseta við fundarstjórn þar sem hann hyggst óska eftir að taka til máls undir þessum dagskrárlið.
Varaforseti tekur við stjórn fundarins.

VLJ um fundargerð nr. 303, fundarlið nr. 1. og nr. 2

Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins.

Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2020 - Faxaflóahafna

2001014

201. fundur Faxaflóahafna frá 11. desember 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2021 - Faxaflóahafnir

2101010

202. fundur Faxaflóahafna frá 22. janúar 2021.
203. fundur Faxaflóahafna frá 19. febrúar 2021.
204. fundur Faxaflóahafna frá 19. mars 2021.
Til máls tók:
RBS um 204. fund, fundarlið nr. 1.

Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2021 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2101117

896. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 26. mars 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Næsti fundur bæjarstjórnar verður þriðjudaginn 27. apríl næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 18:32.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00