Fara í efni  

Snjómokstur á Akranesi - við viljum heyra frá þér

Nokkuð hefur borið á umræðu á samfélagsmiðlum um snjómokstur á Akranesi. Hér má lesa nánar um fyrirkomulag snjómoksturs í bænum. Við kappkostum þess að halda aðalleiðum opnum og einnig gönguleiðum. Vinsamlega athugið einnig ábyrgð húsfélaga á mokstri á bílastæðum en Akraneskaupstaður sér eingöngu um gatna og stígakerfið.
Lesa meira

Þrettándagleði, álfadans, flugeldasýning og Íþróttamaður Akraness færist fram á mánudag

Hin árlega þrettándabrenna sem halda átti miðvikudaginn 6. janúar verður færð til mánudagsins 11. janúar nk. Tilkynnt var um frestun brennunnar fyrr í dag vegna slæmrar veðurspár.
Lesa meira

Þrettándagleði og kjör íþróttamanns frestast vegna veðurs

Vegna slæmrar veðurspár verður þrettándagleði sem halda átti í dag, miðvikudaginn 6. janúar frestað. Ný dagsetning verður auglýst nánar síðar. Endilega aðstoðið okkur við að koma þessari ábendingu áfram til íbúa.
Lesa meira

Breyttir opnunartímar safna á Akranesi

Breyttir opnunartímar hjá eftirfarandi stofnunum Akraneskaupstaðar tóku gildi 1. janúar 2016: Bókasafn Akraness, mánudaga til föstudaga frá kl. 12-18, laugardaga frá kl. 11-14 (október til apríl) og þriðjudaga frá kl. 10-12 fyrir skólahópa.
Lesa meira

Endurnýjun umsókna um húsaleigubætur

Þeir sem fengið hafa húsaleigubætur á árinu 2015 þurfa að endurnýja umsóknir í síðasta lagi 18. janúar 2016. Íbúar eru hvattir til að sækja um í gegnum rafræna íbúagátt á vef Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Sorphirðudagatal 2016

Sorphirðudagatal fyrir árið 2016 er nú aðgengilegt á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Kynntu þér dagatalið hér.
Lesa meira

Samningur til þriggja ára um Norðurálsmótið

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Magnús Guðmundsson formaður Knattspyrnufélags ÍA undirrituðu þann 21. desember samkomulag vegna Norðurálsmótsins sem haldið er á Akranesi í júní ár hvert. Samningurinn gildir frá 2016-2018 og varðar helstu skipulagsþætti mótsins sem og verkaskiptingu milli Akraneskaupstaðar og Knattspyrnufélagsins.
Lesa meira

Víkingur AK 100 vígður í Akraneshöfn

Í tilefni af komu Víkings AK 100 til Akraness var haldin móttökuathöfn á bryggjunni í Akraneshöfn 21. desember. Fjöldi fólks var mætt til þess að líta nýtt skip augum. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda setti athöfnina og bauð gesti velkomna og sagði frá skipinu sem er annað tveggja nýrra uppsjávarskipa sem HB Grandi tekur í notkun á þessu ári.
Lesa meira

Móttaka á hafnarsvæðinu kl. 14.00 í dag

Í tilefni af komu uppsjávartogarans Víkings AK 100 til heimahafnar á Akranesi verður haldin móttökuathöfn á Akraneshöfn í dag kl. 14.00. Þeir sem flytja ávörp eru Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda
Lesa meira

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar árið 2016

Síðari umræða um fjárhagsáætlun var í bæjarstjórn Akraness þann 15. desember og var fjárhagsáætlun ársins 2016 samþykkt. Á árinu 2016 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu í A hluta, um 151 milljónum króna og rúmlega 51 milljón króna afgangi í samstæðunni í heild, A og B hluta. Í B hlutanum er hjúkrunarheimilið Höfði...
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00