Fara í efni  

Fréttir

Útboð á ræstingu

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í ræstingu fjögurra leikskóla á Akranesi svo og almenningsbókasafns kaupstaðarins. Verktími er frá 1. nóvember 2015 til 31. október 2018.
Lesa meira

Lausar stöður í búsetuþjónustu fatlaðra á Akranesi

Búsetuþjónusta Akraneskaupstaðar óskar eftir að ráða starfsfólk í vaktavinnu í 70% – 75% stöðu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun september. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Lesa meira

Deiliskipulagi lokið - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Krókatún – Vesturgata

Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krókatún – Vesturgata samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslagna nr. 123/2010.
Lesa meira

Lokað í sundlauginni

Árlegir viðhaldsdagar íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum 2015 verða dagana 17 til 21. ágúst og verður laugin lokuð þá daga. Laugin opnar aftur laugardaginn 22. ágúst.
Lesa meira

Laus staða við sambýlið að Laugarbraut 8

Laus er til umsóknar um 50% staða á Sambýlinu við Laugarbraut 8 frá 1. september næstkomandi. Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum (aðra hverja helgi). Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst næstkomandi.
Lesa meira

Fjölgun íbúa á Akranesi

Íbúum á Akranesi hefur fjölgað á milli 1. og 2. ársfjórðungs en þeir voru 6.830 í lok júní síðastliðinn en voru 6.780 í lok mars síðastliðinn og 6.767 um síðustu áramót. Íbúafjöldi á Akranesi hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum og er sveitarfélagið það níunda fjölmennasta á landinu.
Lesa meira

Íslandsmótið í höggleik á Akranesi

Íslandsmótið í höggleik fór fram á Garðavelli dagana 23 til 26. júlí síðastliðinn. Góð þátttaka var á mótinu og komust færri að en vildu. Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs setti mótið með því að taka upphafshöggið. Golfsamband Íslands lýsti yfir mikilli ánægju með framkvæmd mótsins sem og keppendur. Af þessu tilefni bókaði bæjarráð Akraness þakkir á fundi sínum þann
Lesa meira

Laus staða verkefnisstjóra virkniúrræða á Skagastöðum

Staða verkefnisstjóra virkniúrræða á Skagastöðum er laus til umsóknar. Um er að ræða tímabundna ráðningu í 100% stöðuhlutfall til 31. desember 2015.
Lesa meira

Sementsíló skarta nýjum litum

Rekstraraðilar Sementsverksmiðjunnar hafa lokið við að mála sementssílóin fjögur við hafnarbakkann líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Á næsta ári er stefnt að því að mála pökkunarhús og færibandið sem nær fram á sementsbryggju. Kanon arkitektar voru til ráðgjafar um litavalið. Á sementsreitnum er í gangi...
Lesa meira

Lausar stöður þroskaþjálfa í búsetuþjónustu

Búsetuþjónusta Akraneskaupstaðar óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í vaktavinnu í 78,5% og 74% stöðu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í kringum 24. ágúst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00